Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ársfundurinn var haldinn á Vox Club, sal Nordica hótels í Reykjavík.
Ársfundurinn var haldinn á Vox Club, sal Nordica hótels í Reykjavík.
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar Landbúnaðarháskóla Íslands sem haldinn var á Nordica hóteli í Reykjavík þann 16. maí síðastliðinn.

Tveir ráðherrar ávörpuðu fundinn; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Svandís lagði áherslu á að þekking, vísindi og rannsóknir séu grundvöllur framfara í landbúnaði og þar gegndi LbhÍ lykilhlutverki.

Góð rekstrarafkoma

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, fór yfir fjölbreytta starfsemi skólans og ársreikning. Nemendum skólans hefur fjölgað en tæplega 500 manns stunda nú nám við skólann, sem spannar allt frá starfsmenntanámi upp í doktorsnám, auk þess sem boðið er upp á endurmenntun. Ragnheiður nefndi sem dæmi að yfir 90 manns hefðu útskrifast úr Reiðmanninum á dögunum. Fram kom í máli Ragnheiðar að rekstur skólans væri í góðu jafnvægi en samkvæmt ársreikningi var afkoma ársins 2022 rúmar 93 milljónir króna.

Heimsókn frá Póllandi

Dr. Michal Zasada ræddi tækifæri og áskoranir sem landbúnaður í Póllandi og víðar stendur frammi fyrir í ljósi loftslagsbreytinga og þverrandi náttúruauðlinda. Dr. Zasada er rektor lífvísindaháskólans í Varsjá, sem er einn samstarfsháskóla LbhÍ í evrópska háskólanetinu UNIgreen sem styrkt er af Evrópusambandinu.

Ný tækni í notkun

Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal, gaf innsýn inn í búrekstur sinn, en hann er svínabóndi og stærsti kornræktandi landsins. Hann ræktar korn á um 340 hekturum í landi Gunnarsholts og nýtir sér m.a. nýja tækni í nákvæmnisbúskap við ræktun akra sinna – sjá nánar bls. 26.

Í lok fundar stýrði fundarstjórinn, Christian Schultze, panelsumræðum um framtíðarmöguleika íslensks landbúnaðar. Pallborðið skipuðu deildarforsetarnir Bjarni Diðrik Sigurðsson og Samaneh Nickayin auk Hrannars S. Hilmarssonar, jarðræktarstjóra LbhÍ.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...