Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ársfundurinn var haldinn á Vox Club, sal Nordica hótels í Reykjavík.
Ársfundurinn var haldinn á Vox Club, sal Nordica hótels í Reykjavík.
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar Landbúnaðarháskóla Íslands sem haldinn var á Nordica hóteli í Reykjavík þann 16. maí síðastliðinn.

Tveir ráðherrar ávörpuðu fundinn; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Svandís lagði áherslu á að þekking, vísindi og rannsóknir séu grundvöllur framfara í landbúnaði og þar gegndi LbhÍ lykilhlutverki.

Góð rekstrarafkoma

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, fór yfir fjölbreytta starfsemi skólans og ársreikning. Nemendum skólans hefur fjölgað en tæplega 500 manns stunda nú nám við skólann, sem spannar allt frá starfsmenntanámi upp í doktorsnám, auk þess sem boðið er upp á endurmenntun. Ragnheiður nefndi sem dæmi að yfir 90 manns hefðu útskrifast úr Reiðmanninum á dögunum. Fram kom í máli Ragnheiðar að rekstur skólans væri í góðu jafnvægi en samkvæmt ársreikningi var afkoma ársins 2022 rúmar 93 milljónir króna.

Heimsókn frá Póllandi

Dr. Michal Zasada ræddi tækifæri og áskoranir sem landbúnaður í Póllandi og víðar stendur frammi fyrir í ljósi loftslagsbreytinga og þverrandi náttúruauðlinda. Dr. Zasada er rektor lífvísindaháskólans í Varsjá, sem er einn samstarfsháskóla LbhÍ í evrópska háskólanetinu UNIgreen sem styrkt er af Evrópusambandinu.

Ný tækni í notkun

Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal, gaf innsýn inn í búrekstur sinn, en hann er svínabóndi og stærsti kornræktandi landsins. Hann ræktar korn á um 340 hekturum í landi Gunnarsholts og nýtir sér m.a. nýja tækni í nákvæmnisbúskap við ræktun akra sinna – sjá nánar bls. 26.

Í lok fundar stýrði fundarstjórinn, Christian Schultze, panelsumræðum um framtíðarmöguleika íslensks landbúnaðar. Pallborðið skipuðu deildarforsetarnir Bjarni Diðrik Sigurðsson og Samaneh Nickayin auk Hrannars S. Hilmarssonar, jarðræktarstjóra LbhÍ.

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...