Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ártangi stendur á fallegum stað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið sem fylgir stöðinni er um 17,5 hektarar.
Ártangi stendur á fallegum stað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið sem fylgir stöðinni er um 17,5 hektarar.
Mynd / Fasteignasalan Árborgir
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustöð sína Ártanga á sölu.

Ártangi er staðsettur í Grímsnes- og Grafningshreppi og þar eru nú framleidd kryddjurtir, blóm og pottaplöntur. Stöðina hafa hjónin byggt upp frá grunni og rekið í tæplega fjörutíu ár. „Við byrjuðum árið 1986 með því að reisa fyrsta gróðurhúsið, sem var þá 200 fermetrar, en í dag er ræktað í um 4.800 fermetrum,“ segir Gunnar, en auk ræktunarhúsanna er þar vinnusalur, kælar, pökkunarhús, geymsluhús, skrifstofa og rými til að taka á móti gestum og á sumrin er opið hús alla daga vikunnar.

Garðyrkjubændurnir Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson byggðu stöðina frá grunni og hafa rekið í tæplega fjörutíu ár. Mynd / ghp

Erfitt að selja ævistarfið

Framleiðslan skiptist í þrennt; kryddjurtir sem ræktaðar eru allan ársins hring, túlipana sem eru árstíðabundnir og svo garðplöntur og annað. Edda sér um daglegan rekstur en um átta manns starfa auk hennar á stöðinni. Hún segir mikla vinnu fylgja rekstrinum. „Þetta er vinna 365 daga á ári og ég er eiginlega bara búin að fá nóg af því að vera með þetta á herðunum, ekki illa meint,“ segir Edda, en þar sem Gunnar sinnir formennsku í Bændasamtökunum hefur hann haft minni tíma í bústörf. „Hann er viðhaldið, dyttar að þegar hann getur,“ spaugar hún.

Þau eru sammála um að skynsamlegra sé að láta staðar numið fyrr en síðar. „Maður er orðinn heldur linur í að skipta um rúður og ekki yngist maður með árunum. Við veltum fyrir okkur hversu langlíf við eigum að vera í þessum bransa. Garðyrkjustöðin er í toppstandi og góðum rekstri. En það er ekki einfalt að selja ævistarfið,“ segir Gunnar.

Veit ekki hvað gamalt fólk gerir

Samkvæmt lýsingu fasteignasölunnar Árborga á Selfossi, sem hefur milligöngu um sölu Ártanga, segir að garðyrkjustöðin sé vel tækjum búin og í góðum rekstri. Borhola fyrir heitt vatn sé á landinu en 17,5 hektarar fylgja eigninni sem býður upp á stækkunarmöguleika. Þá er þar einnig reisulegt íbúðarhús á tveimur hæðum á stórri lóð.

Sjálf hafa hjónin ekki ákveðið hvað bíður þeirra verði að góðri sölu á Ártanga. „Ég veit ekki hvað gamalt fólk gerir, ég þarf kannski að fara að kynna mér það,“ segir Gunnar sposkur, en Edda segist gjarnan vilja fara í minna starfshlutfall.

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 10. júlí 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði
Fréttir 10. júlí 2024

Mesta hamingjan í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði

Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í n...

Skammur aðdragandi að sölunni
11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bænder
12. júlí 2024

Bænder

Magnað Landsmót 2024
12. júlí 2024

Magnað Landsmót 2024

Svín og korn
12. júlí 2024

Svín og korn

Hundrað hesta setningarathöfn
12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn