Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ártangi stendur á fallegum stað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið sem fylgir stöðinni er um 17,5 hektarar.
Ártangi stendur á fallegum stað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið sem fylgir stöðinni er um 17,5 hektarar.
Mynd / Fasteignasalan Árborgir
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustöð sína Ártanga á sölu.

Ártangi er staðsettur í Grímsnes- og Grafningshreppi og þar eru nú framleidd kryddjurtir, blóm og pottaplöntur. Stöðina hafa hjónin byggt upp frá grunni og rekið í tæplega fjörutíu ár. „Við byrjuðum árið 1986 með því að reisa fyrsta gróðurhúsið, sem var þá 200 fermetrar, en í dag er ræktað í um 4.800 fermetrum,“ segir Gunnar, en auk ræktunarhúsanna er þar vinnusalur, kælar, pökkunarhús, geymsluhús, skrifstofa og rými til að taka á móti gestum og á sumrin er opið hús alla daga vikunnar.

Garðyrkjubændurnir Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson byggðu stöðina frá grunni og hafa rekið í tæplega fjörutíu ár. Mynd / ghp

Erfitt að selja ævistarfið

Framleiðslan skiptist í þrennt; kryddjurtir sem ræktaðar eru allan ársins hring, túlipana sem eru árstíðabundnir og svo garðplöntur og annað. Edda sér um daglegan rekstur en um átta manns starfa auk hennar á stöðinni. Hún segir mikla vinnu fylgja rekstrinum. „Þetta er vinna 365 daga á ári og ég er eiginlega bara búin að fá nóg af því að vera með þetta á herðunum, ekki illa meint,“ segir Edda, en þar sem Gunnar sinnir formennsku í Bændasamtökunum hefur hann haft minni tíma í bústörf. „Hann er viðhaldið, dyttar að þegar hann getur,“ spaugar hún.

Þau eru sammála um að skynsamlegra sé að láta staðar numið fyrr en síðar. „Maður er orðinn heldur linur í að skipta um rúður og ekki yngist maður með árunum. Við veltum fyrir okkur hversu langlíf við eigum að vera í þessum bransa. Garðyrkjustöðin er í toppstandi og góðum rekstri. En það er ekki einfalt að selja ævistarfið,“ segir Gunnar.

Veit ekki hvað gamalt fólk gerir

Samkvæmt lýsingu fasteignasölunnar Árborga á Selfossi, sem hefur milligöngu um sölu Ártanga, segir að garðyrkjustöðin sé vel tækjum búin og í góðum rekstri. Borhola fyrir heitt vatn sé á landinu en 17,5 hektarar fylgja eigninni sem býður upp á stækkunarmöguleika. Þá er þar einnig reisulegt íbúðarhús á tveimur hæðum á stórri lóð.

Sjálf hafa hjónin ekki ákveðið hvað bíður þeirra verði að góðri sölu á Ártanga. „Ég veit ekki hvað gamalt fólk gerir, ég þarf kannski að fara að kynna mér það,“ segir Gunnar sposkur, en Edda segist gjarnan vilja fara í minna starfshlutfall.

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...