Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ártangi stendur á fallegum stað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið sem fylgir stöðinni er um 17,5 hektarar.
Ártangi stendur á fallegum stað í Grímsnes- og Grafningshreppi. Landið sem fylgir stöðinni er um 17,5 hektarar.
Mynd / Fasteignasalan Árborgir
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustöð sína Ártanga á sölu.

Ártangi er staðsettur í Grímsnes- og Grafningshreppi og þar eru nú framleidd kryddjurtir, blóm og pottaplöntur. Stöðina hafa hjónin byggt upp frá grunni og rekið í tæplega fjörutíu ár. „Við byrjuðum árið 1986 með því að reisa fyrsta gróðurhúsið, sem var þá 200 fermetrar, en í dag er ræktað í um 4.800 fermetrum,“ segir Gunnar, en auk ræktunarhúsanna er þar vinnusalur, kælar, pökkunarhús, geymsluhús, skrifstofa og rými til að taka á móti gestum og á sumrin er opið hús alla daga vikunnar.

Garðyrkjubændurnir Sigurdís Edda Jóhannesdóttir og Gunnar Þorgeirsson byggðu stöðina frá grunni og hafa rekið í tæplega fjörutíu ár. Mynd / ghp

Erfitt að selja ævistarfið

Framleiðslan skiptist í þrennt; kryddjurtir sem ræktaðar eru allan ársins hring, túlipana sem eru árstíðabundnir og svo garðplöntur og annað. Edda sér um daglegan rekstur en um átta manns starfa auk hennar á stöðinni. Hún segir mikla vinnu fylgja rekstrinum. „Þetta er vinna 365 daga á ári og ég er eiginlega bara búin að fá nóg af því að vera með þetta á herðunum, ekki illa meint,“ segir Edda, en þar sem Gunnar sinnir formennsku í Bændasamtökunum hefur hann haft minni tíma í bústörf. „Hann er viðhaldið, dyttar að þegar hann getur,“ spaugar hún.

Þau eru sammála um að skynsamlegra sé að láta staðar numið fyrr en síðar. „Maður er orðinn heldur linur í að skipta um rúður og ekki yngist maður með árunum. Við veltum fyrir okkur hversu langlíf við eigum að vera í þessum bransa. Garðyrkjustöðin er í toppstandi og góðum rekstri. En það er ekki einfalt að selja ævistarfið,“ segir Gunnar.

Veit ekki hvað gamalt fólk gerir

Samkvæmt lýsingu fasteignasölunnar Árborga á Selfossi, sem hefur milligöngu um sölu Ártanga, segir að garðyrkjustöðin sé vel tækjum búin og í góðum rekstri. Borhola fyrir heitt vatn sé á landinu en 17,5 hektarar fylgja eigninni sem býður upp á stækkunarmöguleika. Þá er þar einnig reisulegt íbúðarhús á tveimur hæðum á stórri lóð.

Sjálf hafa hjónin ekki ákveðið hvað bíður þeirra verði að góðri sölu á Ártanga. „Ég veit ekki hvað gamalt fólk gerir, ég þarf kannski að fara að kynna mér það,“ segir Gunnar sposkur, en Edda segist gjarnan vilja fara í minna starfshlutfall.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi