Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipuleggja og skrá eyfirsk fræði og alþýðlegan fróðleik heimahaganna og gefa efnið út.

Um miðjan áttunda áratug festi félagið kaup á tímaritinu Súlum sem gefið er út árlega, en í ár eru þar alls sautján greinar, ríkulega myndskreytt og fjölbreytt efni.

Til að mynda er rætt við listakonuna Rósu Kristínu Júlíusdóttur, Jón Ingi Cæsarsson rifjar upp Oddeyri bernskuára sinna og hinn kunni hestamaður og söngvari, Þór Sigurðsson, fer með lesendur um fjallgarðinn mikla sem skilur að Eyjafjörð og Fnjóskadal.

Fjallar listmálarinn Kristinn G. Jóhannsson um Morgankarlana, Guðrún Sigurðardóttir segir sögu skólastjórans og baráttukonunnar Halldóru Bjarnadóttur og hestamaðurinn góðkunni, Jón Ólafur Sigfússon, rekur sögu Hestamannafélagsins Léttis.

Nýir áskrifendur að Súlum eru boðnir velkomnir í síma 863-75299 – eða í netfangið jhs@bugardur.is.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...