Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Arfaðgerðagreinir.
Arfaðgerðagreinir.
Mynd / Matís
Fréttir 28. júní 2022

Arfgerðargreiningar íslenskra nautgripa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undirbúningur fyrir upptöku erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt er svo gott sem kominn á lokastig.

Ætlunin er að skipta hefðbundnu kynbótamati út fyrir nýtt erfðamat í haust en grunnurinn að erfðamati liggur í arfgerðargreiningum nauta, kúa og kvígna. Umsjónarmenn verkefnisins eru Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá RML og Sæmundur Sveinsson, fagstjóri í erfðafræði hjá Matís.

Sæmundur Sveinsson, fagstjóri í erfðafræði hjá Matís.
Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur í nautgriparækt hjá RML
Sýnataka og greining hafin

Að sögn Guðmundar hófust sýnatökur úr kvígum í vetur þegar sýni voru tekin um leið og gripur er einstaklingsmerktur. „Sýni sem þannig verða til er safnað af mjólkurbílunum um allt land og þau síðan send til MS að Bitruhálsi í Reykjavík. Þangað sækir starfsfólk Matís sýnin og framkvæmir á þeim erfðagreiningar.

Sæmundur segir að starfsfólk faghóps í erfðafræði á Matís hafi nú þegar hafið greiningar í þessum sýnum. „Í vor kom greiningartæki til landsins en fram til þess hafa sýni verið send til Danmerkur til greiningar.“

Stefnan er að Matís greini átta til níu þúsund sýni á ári þannig að um er að ræða umfangsmikið og viðvarandi verkefni.

Mikil hagræðing að greina innanlands

Umsjónarmenn verkefnisins segja að ekki þurfi að fjölyrða um hagræði þess að framkvæma greiningar innanlands. „Þegar erfðamengisúrval kemur til framkvæmda liggur fyrir að greina þarf bæði fljótt og vel sýni úr þeim nautkálfum sem hugsanlega á að kaupa til sæðistöku.

Það ferli þarf að taka eins stuttan tíma og mögulegt er en taka þarf sýni úr kálfunum, greina þau og reikna erfðamat áður en ákvörðun um kaup er tekin.
Með því að arfgerðargreiningarnar fari fram hjá Matís sparast dýrmætur tími sem annars hefði farið í að senda sýnin utan með tilheyrandi kostnaði.

Erfðaefni allra greindra einw wv staklinga verða geymdir í frysti á Matís og hægt að grípa til þeirra ef ástæða þykir til að greina þau frekar í framtíðinni, t.d. með heilraðgreiningum.

Sá tækjabúnaður sem Matís fjárfesti í getur jafnframt nýst til stórfelldra erfðagreininga í öðrum búfjárstofnum, s.s. hrossum og sauðfé,“ segir Sæmundur.

Gott samstarf við MS

Greining sýna er að komast í fullan gang enda sýni farin að berast frá bændum. Innan RML og Matís er mikil ánægja með þetta samstarf.

Guðmundur segir að ekki megi gleyma hinum mikilvæga hlekk sem söfnun sýnanna er og að þar hafi Auðhumla og MS sýnt verkefninu ákaflega mikla velvild sem þakka ber fyrir.

„Með söfnun sýna með mjólkurbílunum hefur okkur tekist að koma á einu skilvirkasta söfnunarkerfi DNA-sýna í heiminum en víðast annars staðar senda bændur þessi sýni með póstþjónustunni.“

Skylt efni: arfgerðargreiningar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...