Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ara Edwald, fram­kvæmda­stjóra Íseyj­ar út­flutn­ings, dótt­ur­fé­lags Auðhumlu, hef­ur verið sagt upp störf­um. Upp­sögn­in tók strax gildi.
Ara Edwald, fram­kvæmda­stjóra Íseyj­ar út­flutn­ings, dótt­ur­fé­lags Auðhumlu, hef­ur verið sagt upp störf­um. Upp­sögn­in tók strax gildi.
Fréttir 10. janúar 2022

Ara Edwald sagt upp störfum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ara Edwald, fram­kvæmda­stjóra Íseyj­ar út­flutn­ings, dótt­ur­fé­lags Auðhumlu, hef­ur verið sagt upp störf­um. Upp­sögn­in tók strax gildi.

Í tölvupósti Íseyj­ar í tölvu­pósti send­ur var til fé­lags­manna sam­vinnu­fé­lags­ins Auðhumlu segir: „Í síðustu viku birt­ist í fjöl­miðlum um­fjöll­un þar sem fram­kvæmda­stjóri ÍSEYJ­AR út­flutn­ings, auk þriggja annarra nafn­greindra aðila, er ásakaður um þátt­töku í ósæmi­legri kyn­ferðis­legri hátt­semi gagn­vart ungri konu í lok árs 2020,“ seg­ir í tölvu­póst­in­um.

Auðhumla á 80% hlut í Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Í tölvupóstinum segir ennfremur: „Óná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um fram­an­greint bár­ust stjórn í lok októ­ber 2021. Málið var strax tekið al­var­lega vegna þess mögu­leika að upp­lýs­ing­arn­ar væru rétt­ar, og hef­ur stjórn fé­lags­ins fundað oft um málið, bæði með fram­kvæmda­stjóra og án hans. Málið var enn til meðferðar í stjórn í síðustu viku þegar vatna­skil­in urðu. Eins og all­ir gera sér grein fyr­ir eru mál af þess­um toga bæði al­var­leg og erfið.“

Þær ásak­an­ir sem nú eru komn­ar fram á hend­ur fram­kvæmda­stjóra eru með þeim hætti að stjórn fé­lags­ins taldi sér skylt, að vel at­huguðu máli, að segja upp ráðning­ar­samn­ingn­um við hann, með áskilnaði til rift­un­ar síðar ef til­efni gefst til, með hliðsjón af hags­mun­um fé­lags­ins, starfs­fólks og viðskipta­mönn­um þess, og ekki síður meint­um þolanda.“

Und­ir þetta skrifa þau Elín Mar­grét Stef­áns­dótt­ir stjórn­ar­formaður og meðstjórn­end­urn­ir Ágúst Guðjóns­son og Sig­ur­jón Rún­ar Rafns­son.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.