Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Ara Edwald, fram­kvæmda­stjóra Íseyj­ar út­flutn­ings, dótt­ur­fé­lags Auðhumlu, hef­ur verið sagt upp störf­um. Upp­sögn­in tók strax gildi.
Ara Edwald, fram­kvæmda­stjóra Íseyj­ar út­flutn­ings, dótt­ur­fé­lags Auðhumlu, hef­ur verið sagt upp störf­um. Upp­sögn­in tók strax gildi.
Fréttir 10. janúar 2022

Ara Edwald sagt upp störfum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ara Edwald, fram­kvæmda­stjóra Íseyj­ar út­flutn­ings, dótt­ur­fé­lags Auðhumlu, hef­ur verið sagt upp störf­um. Upp­sögn­in tók strax gildi.

Í tölvupósti Íseyj­ar í tölvu­pósti send­ur var til fé­lags­manna sam­vinnu­fé­lags­ins Auðhumlu segir: „Í síðustu viku birt­ist í fjöl­miðlum um­fjöll­un þar sem fram­kvæmda­stjóri ÍSEYJ­AR út­flutn­ings, auk þriggja annarra nafn­greindra aðila, er ásakaður um þátt­töku í ósæmi­legri kyn­ferðis­legri hátt­semi gagn­vart ungri konu í lok árs 2020,“ seg­ir í tölvu­póst­in­um.

Auðhumla á 80% hlut í Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Í tölvupóstinum segir ennfremur: „Óná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um fram­an­greint bár­ust stjórn í lok októ­ber 2021. Málið var strax tekið al­var­lega vegna þess mögu­leika að upp­lýs­ing­arn­ar væru rétt­ar, og hef­ur stjórn fé­lags­ins fundað oft um málið, bæði með fram­kvæmda­stjóra og án hans. Málið var enn til meðferðar í stjórn í síðustu viku þegar vatna­skil­in urðu. Eins og all­ir gera sér grein fyr­ir eru mál af þess­um toga bæði al­var­leg og erfið.“

Þær ásak­an­ir sem nú eru komn­ar fram á hend­ur fram­kvæmda­stjóra eru með þeim hætti að stjórn fé­lags­ins taldi sér skylt, að vel at­huguðu máli, að segja upp ráðning­ar­samn­ingn­um við hann, með áskilnaði til rift­un­ar síðar ef til­efni gefst til, með hliðsjón af hags­mun­um fé­lags­ins, starfs­fólks og viðskipta­mönn­um þess, og ekki síður meint­um þolanda.“

Und­ir þetta skrifa þau Elín Mar­grét Stef­áns­dótt­ir stjórn­ar­formaður og meðstjórn­end­urn­ir Ágúst Guðjóns­son og Sig­ur­jón Rún­ar Rafns­son.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...