Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ályktað um innflutning og upprunamerkingar
Fréttir 8. júní 2023

Ályktað um innflutning og upprunamerkingar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga, sem haldinn var á Sauðárkróki þann 6. júní sl., beindi því til stjórnar að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum.

Í samþykkt fundarins er því jafnframt beint til stjórnar að KS og dótturfélög, bæði verslunar- og framleiðslueiningar, selji ekki landbúnaðarvörur öðruvísi en að uppruni þeirra komi fram með skýrum hætti á umbúðum. Stjórn og stjórnendur samstæðufyrirtækja eigi að vinna í því að fá afurðir úr slátrun sinni vottaðar sem íslenskar af þriðja aðila.

Ísland ætti að framleiða allt sitt kjöt
Sigurjón R. Rafnsson

Sigurjón R. Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri segir ályktunina vera skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.

Hann segir að stefna eigi að aukinni innlendri framleiðslu. „Ísland ætti að framleiða allar sínar kjötafurðir sjálft ef það mögulega getur, líkt og þekkist í Noregi þar sem hlutfall innlendrar framleiðslu er yfir 90 prósent. Við höfum landgæði, vatn og getu til meiri framleiðslu. En til að ná því markmiði þurfa stjórnvöld að koma að því með meiri stuðningi. Stuðningur við íslenskan landbúnað er hættulega lítill í samanburði við stuðning í Evrópu og afurðastöðvarnar geta ekki einar brúað það bil sem vantar upp á.“

Í samþykkt aðalfundarins er lögð áhersla á að stjórn KS og stjórnendur samstæðufélaga leitist við að aðstoða sína innleggjendur þannig að starfs- skilyrði þeirra verði sem best og leitast verði við að greiða sem hæst skilaverð fyrir landbúnaðarafurðir til bænda.

„Hluti af því er að vinna áfram að því mikilvæga starfi að saman geti fyrirtækin í landbúnaði og bændur tekið saman höndum um að styrkja umgjörð íslensks landbúnaðar,“ segir í samþykktinni.

Fleiri bændur í stjórn

Hlutfall bænda jókst í stjórn KS þegar Atli Már Traustason, bóndi á Syðri-Hofdölum, og Hjörtur Geirmundsson, Sauðárkróki, voru kjörnir í aðalstjórn. Pétur Pétursson og Örn Þórarinsson fóru úr stjórn.

Einnig var ný varastjórn kosin en hana skipa nú bændurnir Guðrún Lárusdóttir í Keldudal og Ingi Björn Árnason, Marbæli, ásamt Ástu Pálmadóttur, Sauðárkróki. 

Eignarhaldið víða í veitingageiranum

Kaupfélag Skagfirðinga á alfarið eða að hluta í nokkrum félögum sem tengjast matvælavinnslum og veitingastöðum.

Þar má nefna kjötvinnsluna Esju gæðafæði ehf., veitingastaði Metro, smásölu og dreifingaraðilann Vogabæ ehf. en undir félaginu eru vörumerki á borð við Voga, E.Finnsson og Mjólka, og Gleðipinna ehf., sem rekur m.a. veitingastaðina American Style, Aktu taktu, Hamborgarafabrikkuna og Blackbox.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...