Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hótel Saga í Bændahöllinni við Hagatorg. Mynd / HKr.
Hótel Saga í Bændahöllinni við Hagatorg. Mynd / HKr.
Fréttir 28. maí 2020

Allt gert til að halda starf­seminni gangandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hótel Saga býður um þessar mundir upp á lúxusherbergi á einstaklega góðum kjörum. Hægt er að fá eins manns herbergi fyrir 10 þúsund krónur á nóttina og tveggja manna herbergi fyrir 12 þúsund krónur auk þess sem bændur í kaupstaðarferð fá tvö þúsund króna afslátt af þessum kostakjörum.

Líkt og önnur fyrirtæki í ferðaþjónustu hefur rekstur Hótel Sögu orðið fyrir mikilli skerðingu í kjölfar COVID-19. Tekjur hótelsins hrundu á einni nóttu og var nýting gistirýma í apríl 1,4%  og takmarka þurfti veitingasölu til að fara eftir sóttvarnarlögum.

Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu, segir að fljótlega eftir að COVID-19 hafi komið upp hafi verið ljóst að staðan í ferðageiranum yrði alvarleg og það þyrfti að grípa til erfiðra aðgerða og oft sársaukafullra aðgerða.

Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Hótel Sögu.

Höldum opnu

„Við erum enn að átta okkur á hvað við þurfum margt starfsfólk til að halda lágmarksstarfsemi og sem dæmi þá er hótelið opið en við mönnum gestamóttökuna með starfsfólkinu á Mímisbar sem er líka opinn.“

Ingibjörg segir að það séu talsvert að veislum bókaðar í haust og núna sé verið að skoða hvernig sé hægt að standa við þær bókanir og án þess að draga úr þjónustunni. „Meðal hugmynda er að ráða fólk sem verktaka sem verður hjá okkur þegar eitthvað er að gera í húsinu.“

Tilboð á gistingu

Gisting á lúxusherbergi á Hótel Sögu kostar 10 þúsund krónur nóttin fyrir eins manns herbergi og 12 þúsund krónur fyrir tveggja manna herbergi. Ingibjörg segir að auk þess fái bændur í kaupstaðarferð tvö þúsund króna afslátt af því verði. Að vísu fylgir ekki morgunverðarhlaðborð gistingunni en gestir fá nýjar samlokur úr bakaríi hótelsins, kaffi eða te og ávaxtabúst í afgreiðslunni á fyrstu hæð og geta hvort sem er borðað það niðri eða farið með upp á herbergi.

„Eins og skilja má skilur tilboð eins og þetta ekki mikið eftir sig og verðið meira en helmingi lægra en á sama tíma á síðasta ári þegar nýtingin var í kringum 80%. Besti dagurinn í maí á þessu ári til þessa var hins vegar 6,2% nýting.

Eftir að samkomubannið var rýmkað úr 20 í 50 manns 4. maí síðastliðinn hefur aðsóknin að Mímisbar aukist og eftir að rýmkað verður enn meira opnast möguleikar til að nota salina í húsinu,“ segir Ingibjörg. 

Átti enginn von á svona tekjufalli

„Ég held að það hafi enginn átt von á því að ferðmannabransinn mundi hrynja á þessu ári og við myndum lenda í þeirri einkennilegu stöðu að verða tekjulaus á einni nóttu. Á sama tíma sitjum við uppi með fastan kostnað og í ferðaþjónustu er launakostnaður hátt hlutfall þess kostnaðar.

Við byrjuðum á því að losa um þann kostnað með því að segja upp starfsfólki sem var með eins mánaðar uppsagnarfrest eða minna. Næst völdum við að fara hlutabótaleiðina sem stjórnvöld bjóða og settum alla aðra starfsmenn á 25% laun. Um tíma vorum við því með talsverðan fjölda starfsmanna á 100% launum og aðra á 25% og þegar stjórnvöld kynntu þriggja mánaða uppsagnarmöguleikann, að stjórnvöld tækju 85% af uppsagnarfrestinum yfir á sig, sögðum við öllu starfsfólkinu upp og mér þar með talinni.

Kosturinn við þá leið er að þá kemst aftur á ráðningarsamband milli hótelsins og starfsfólksins og við höfum þrjá mánuði til að reyna að búa til einhvern starfsgrundvöll kringum rekstur hótelsins, veitingasöluna og gistinguna, sem getur haldið rekstrinum lifandi og staðið undir sér þangað til að ástandið lagast.

Að mínu mati ætti maí og júní að nægja til að gefa okkur mynd af því hvaða tekjur við getum haft og hvað við þurfum að gera til að ná þeim.“

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...