Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal hefur ræktað grænmeti um árabil og byrjaði með grænmetismarkað á staðnum fyrir 20 árum sem hefur þróast út í líflegan bændamarkað allar helgar yfir sumarið.
Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal hefur ræktað grænmeti um árabil og byrjaði með grænmetismarkað á staðnum fyrir 20 árum sem hefur þróast út í líflegan bændamarkað allar helgar yfir sumarið.
Fréttir 29. júlí 2021

Alls konar gómsætt og gott úr sveitinni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Jón Jóhannsson er staðarhaldari að Mosskógum í Mosfellsdal þar sem haldinn hefur verið grænmetismarkaður í 20 ár.

Á hverju ári bætist við úrvalið og er þar að finna fjölbreyttan varning frá ræktendum og framleiðendum í nágrenninu, blóm, glænýjan silung úr Þingvallavatni, hunang, umhverfisvænar sápur með ýmiss konar jurtum ásamt veitingum frá ýmsum þjóðlöndum.

Blaðamaður Bændablaðsins átti leið um Mosskóga á dögunum, þegar annar markaður sumarsins var haldinn. Opið er allar helgar, laugardag og sunnudag fram í september/október, allt eftir því hvað veðrið leyfir. Það var hin fínasta sumarstemning á markaðnum en Jón segir þau fara rólega af stað og auglýsa lítið í byrjun þannig að þau nái að anna eftirspurn.

„Við auglýsum okkur á Facebook en þegar á líður sumarið verður meira úrval og því förum við hægt í sakirnar til að byrja með. Ég byrjaði hér með trjárækt en fór svo smátt og smátt út í grænmetið og var í raun algjör tilviljun að við byrjuðum með markaðinn á sínum tíma. Það kom viðtal í Morgunblaðinu og það varð algjör sprenging hér, komu um tvö þúsund manns og allt tæmdist á augabragði. Síðan hefur þetta fest sig í sessi og það er alltaf jafn góð og hugguleg stemning hérna sem fólk sækir í, en núna má eiginlega segja að þetta sé orðið bændamarkaður því úrvalið er mun meira en eingöngu grænmeti,“ útskýrir Jón Jóhannsson í Mosskógum. 

Glæsileg blóm voru til sölu frá Dalsgarði.

Það er ekki amalegt að geta keypt sér nýveiddan silung beint upp úr Þingvallavatni.

Þessi mæðgin seldu alls kyns tegundir af hunangi frá heimalandi sínu. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...