Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Allar forsendur tollasamnings við ESB eru brostnar
Fréttir 16. júlí 2020

Allar forsendur tollasamnings við ESB eru brostnar

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Aukning tollkvóta við innflutning landbúnaðarvara og ný aðferð við úthlutun þeirra, sem leitt hefur til lægra útboðsverðs, kemur illa við innlenda búvöruframleiðendur. Áhrifanna er farið að gæta í afurðaverði til bænda en t.a.m. lækkuðu allar afurðastöðvar nýverið skilaverð á kýrkjöti til bænda um 10–12% með þeim skýringum m.a. að birgðasöfnun á hakki vegna stóraukins innflutnings væri um að kenna.

Bændasamtök Íslands hafa óskað eftir fundi með Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra, sem fer með málefni tollgæslu í landinu, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, sem er ábyrgur fyrir utanríkisviðskiptum, til þess að ræða um þá alvarlegu stöðu sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir. Samtökin hafa einnig bent ítrekað á að eftirliti með innflutningi sé ábótavant og segja að það sé grundvallaratriði að stjórnvöld styðji við íslenskan landbúnað með því að tryggja að tollvernd og eftirlit skili árangri.

Samkeppnisstaðan veikist

Bændasamtökin sögðu í bréfi til ráðherranna að tollvernd hefði ekki lengur tilætluð áhrif og að samkeppnisstaða íslenskrar matvælaframleiðslu héldi áfram að veikjast yrði ekkert að gert. „Bændur verða fyrir kjaraskerðingu og neytendur njóta ekki ávinnings af fyrirkomulaginu. Það liggur fyrir að framleiðsluhvati bænda hér á landi minnkar jafnt og þétt ef þessari þróun verður ekki snúið við,“ segir í bréfi BÍ. Gögn úr rekstri búgreina eins og nautgriparæktar, svína- og kjúklingaræktar sýni svart á hvítu að staðan sé alvarleg.

Stóraukning í innflutningi

Innflutt magn erlendra búvara á lágum tollum hefur aukist hratt síðustu ár. Árið 2010 voru flutt inn 144 tonn af osti en í fyrra voru þau 602. Sömu sögu er að segja af innflutningi af svínakjöti. Á tímabilinu 2012 til 2019 jókst innflutningur úr 450 tonnum í 2.200 tonn. Árið 2015 voru flutt inn 920 af beinlausu kjúklingakjöti en í fyrra voru þau 1.380. Bændur hafa bent á að áhrifin af þessum mikla innflutningi séu þau að innlend framleiðsla nái ekki að vaxa og dafna auk þess sem hún verður óhagkvæmari.

Arnar Árnason, formaður Lands­sambands kúabænda, segir í grein sem birt er í blaðinu á bls. 39 að allar forsendur tollasamnings sem gerður var við Evrópusambandið árið 2015 séu brostnar. Forsvarsmenn bænda hafi raunar alla tíð mótmælt honum og varað við afleiðingum hans. Arnar bendir á að útganga Bretlands úr ESB breyti myndinni töluvert og ekki síst áhrif þess að færri ferðamenn koma hingað til lands en áður í kjölfarið á kórónuveirunni. Arnar segir að tvennt þurfi að koma til ef við ætlum ekki að láta innflutt nautakjöt koma í stað íslenskrar framleiðslu. „Endurskoða þarf hið nýja úthlutunarkerfi tollkvóta og gera þarf nýjan viðskiptasamning við ESB um landbúnaðarvörur sem endurspeglar betur raunþörf markaðarins. Stjórnmálafólk getur ekki komið fram með fögur fyrirheit um stuðning við íslenskan landbúnað og skrifað fjölda greina um mikilvægi íslenskrar matvælaframleiðslu, ásamt því að ráðast í átak þar sem neytendur eru hvattir til að velja íslenskt og styðja við íslenska framleiðslu, á sama tíma og rekstrargrundvelli matvælaframleiðenda er kippt undan þeim með ódýrum innfluttum matvælum sem bera litla sem enga tolla,“ segir Arnar.

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa
Fréttir 16. júní 2025

Frárennsli á við fjórfalt rennsli Elliðaáa

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf....

Úthlutað úr Matvælasjóði
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksso...

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...