Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Alifuglakjötið er langvinsælasta íslenska kjötafurðin með 33,7% markaðshlutdeild
Fréttir 11. júlí 2019

Alifuglakjötið er langvinsælasta íslenska kjötafurðin með 33,7% markaðshlutdeild

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Af kjötafurðum sem íslenskir bændur framleiða er alifuglakjötið greinilega langvinsælast með 33,7% hlutdeild í sölu.

Samkvæmt tölum Búnaðarstofu Mast jókst salan á alifuglakjöti um 3,7% í maí 2019 miðað við söluna í maí 2018. Aukningin er þrátt fyrir 1,2% samdrátt í framleiðslu miðað við maí 2018.

Nú í maí seldust rétt tæp 887 tonn af alifuglakjöti. Langmest var selt af kjúklingakjöti í 1. flokki, eða rúm 762 tonn, sem er þó 0,3% samdráttur miðað við maí 2018. Fyrsta flokks kjúklingar vega þó þungt í heildarsölu alifuglakjöts, eða 91,6%.

Samdráttur í 2. flokks kjúklingum og holdahænum

Þá var mikill samdráttur milli ára í sölu á annars flokks kjúklingum í maí, eða -33,6%, en af þeim seldust rúm 27 tonn. Einnig var mikill samdráttur í sölu á holdahænum, eða -54,9%. Það vegur þó ekki mikið í heildarmyndinni þar sem einungis voru að seljast rúm 3,4 tonn af holdahænum, en þær eru ekki nema um 1% af heildarsölu íslensks alifuglakjöts.

42,2% aukning í sölu á kalkúnakjöti

Í alifuglakjötssölunni eru það kalkúnarnir sem eru hástökkvarar maímánaðar. Af þeim jókst salan um 42,2% miðað við sama mánuð í fyrra og seldust rúm 33,2 tonn. Þeir vega þó ekki ýkja þungt í heildarsölu íslensks alifuglakjöts, en eru samt með 3,3% markaðshlutdeild.

Kindakjöt er næstmest selda kjötafurðin í landinu og með 24% hlutdeild í sölu. Rétt á hæla kindakjötsins kemur svínakjöt með 23,4% markaðshlutdeild. Nautgripakjöt er svo í fjórða sæti með 16,5% hlutdeild og hrossakjöt með 2,4%.

Þurfa að keppa við 1.000 tonna innflutning

Heildarsala á íslensku alifuglakjöti í fyrra var rúm 9.804 tonn. Íslenskir alifuglabændur þurfa hins vegar eins og aðrir kjötframleiðendur að keppa við innflutt kjöt.  Í fyrra voru flutt inn rúmlega 1.064 tonn af alifuglakjöti og þar af var kjúklingakjöt tæp 972 tonn.

Óvissa og ótti vegna boðaðra breytinga á innflutningsreglum

Svipuð staða er uppi hjá íslenskum alifuglabændum og svínabændum með tilliti til innflutnings. Hafa bændur lýst ótta sínum vegna nýrra laga og reglugerða varðandi heimildir til að flytja inn hrátt og ófrosið kjöt samkvæmt EES samningi. Breytingarnar eiga að taka gildi í haust. Telja þeir að það geti mögulega skekkt samkeppnisstöðuna verulega íslenskri framleiðslu í óhag. Fróðlegt verður því að fylgjast með framkvæmd væntanlegra lagabreytinga og því hvort boðaðar mótvægisaðgerðir nái að slá á ótta bænda. 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...