Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dýraverndarsamband Íslands vill tafarlaust bann við blóðtöku úr fylfullum hryssum vegna hryssudauða og á grundvelli dýravelferðar.
Dýraverndarsamband Íslands vill tafarlaust bann við blóðtöku úr fylfullum hryssum vegna hryssudauða og á grundvelli dýravelferðar.
Mynd / bbl
Fréttir 30. ágúst 2023

Áhyggjur af óreyndum dýralæknum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýverið fór Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fram á tafarlaust bann við blóðtöku úr fylfullum hryssum.

Var sú ákvörðun tekin í kjölfar tilkynninga er bárust Matvælastofnun (MAST) varðandi dauða átta fylfullra hryssa í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar. DÍS sendi frá sér fréttatilkynningu þess efnis síðla júlímánaðar. Þar kemur m.a. fram að sambandinu hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra en látið sé í veðri vaka.

Á hið minnsta tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist af þessum sökum og á einum bænum fjórar. Þá hafi hryssa fyrir mistök verið barkastungin af óreyndum dýralækni og skepnunni blætt út. Er tilgreint að talið sé að reynslu- leysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökur á vegum Ísteka ehf. sé um að kenna. DÍS hefur áður lagst gegn blóðmerahaldi af dýravelferðarástæðum.

Hryssudauði verði rannsakaður

Ísteka vinnur sem kunnugt er hormónalyf fyrir búfénað úr blóði fylfullra hryssa til að auka frjósemi og til gervifrjóvgana. Hryssunum er tekið blóð frá miðjum júlí um það bil fram í októberbyrjun.

DÍS lýsti áhyggjum af því að nú í sumar yrðu enn óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum úr lítt eða alls ótömdum hryssum og setji það þær í lífshættu.

„Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í tilkynningu stjórnar DÍS.

Afföllin sérlega lág

Framkvæmdastjóri Ísteka, Arnþór Guðlaugsson, hefur látið hafa eftir sér að í fyrra hafi þrír erlendir dýralæknar unnið við blóðtöku úr fylfullum hryssum, þar af einn nýlega útskrifaður úr námi. Í sumar starfi fimm erlendir dýralæknar við blóðtökurnar sem flestir hafi reynslu af að vinna með stórgripi, þó ekki blóðtöku úr hryssum. Hvorki Ísteka né MAST hafi borist tilkynningar um hryssudauða í kjölfar blóðtöku það sem af er yfirstandandi tímabili en tilkynnt hafi verið um átta dauðar hryssur í fyrra.

Þá hafi verið tekið blóð úr fjögur til fimm þúsund hryssum á 90 stöðum, líkt og verði í ár. Að jafnaði hafi afföllin áður verið fjórar til fimm hryssur. Sé miðað við aðrar afurðagefandi búgreinar séu afföll í þessari grein sérlega lág.

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur
Fréttir 30. janúar 2026

Fríverslunarsamningur ESB og Indlands kynntur

Evrópusambandið og Indland hafa lokið tuttugu ára samningaviðræðum um víðtækan f...

Hvatningarverðlaun skógræktar
Fréttir 30. janúar 2026

Hvatningarverðlaun skógræktar

Óskað hefur verið eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna í skógrækt sem verð...

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri
Fréttir 30. janúar 2026

Oddný Anna hættir sem framkvæmdastjóri

Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla (SSFM)...

Nýta mætti afurðir hreindýra betur
Fréttir 30. janúar 2026

Nýta mætti afurðir hreindýra betur

Formaður Hreindýraráðs Austurlands segir að mun betur megi nýta veidd hreindýr e...

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest
Fréttir 30. janúar 2026

Kýrnar í Hólmi mjólkuðu mest

Samkvæmt nýbirtum niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins mjólkuðu kýrnar...

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...