Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nikola Zdenko Peros, vert á Bárunni á Þórshöfn.
Nikola Zdenko Peros, vert á Bárunni á Þórshöfn.
Líf og starf 20. desember 2016

Áhersla á staðbundið hráefni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Báran er notalegt veitingahús og bar á Þórshöfn sem leggur áherslu á staðbundið hráefni til matargerðar. Eigandi Bárunnar er Bandaríkjamaður sem hefur trú á Langanesbyggð sem ferðamannastað og ætlar að opna gistiheimili þar á næsta ári.

Nikola Zdenko Peros, vert á Bárunni á Þórshöfn, eða Nik eins og hann er yfirleitt kallaður, er fæddur í New York en foreldrar hans eru af evrópskum uppruna.

„Faðir minn er frá Króatíu og fjölskyldan fór þangað á hverju sumri þegar ég var barn. Áhugi minn á Íslandi vaknaði í barnaskóla þegar ég skrifaði ritgerð um landið án þess að vita hvar það var í heiminum. Fimmtán ára kom ég fyrst til Íslands sem skiptinemi og bjó hjá frábærri fjölskyldu í Stykkishólmi.
Eftir að hafa lokið námi í félagsfræði starfaði ég í nokkur ár í Króatíu og í Bandaríkjunum sem kennari. Þaðan flutti ég til Eistlands og opnaði veitingahús á hóteli sem var opið á sumrin og ég kenndi á veturna.“

Kom fyrst til landsins sem skiptinemi

Nik segir að hann hafi haldið sambandi við fjölskylduna í Stykkishólmi og þegar upp kom hugmynd í skólanum í Eistlandi að kanna möguleikann á skiptinámi nemenda var fljótlega farið að tala um möguleikann á að senda þá til Íslands.

„Ég kannaði málið og komst í samband við grunnskólann á Þórshöfn sem ég hélt reyndar að væri skólinn í Þorlákshöfn. Við fengum styrk til ferðarinnar og það var ekki fyrr en ég var að panta flugið að ég komst að því að við værum að fara til Þórshafnar en ekki Þorlákshafnar. Skiptiverkefnið stóð í þrjú ár og ég kom á Þórshöfn tvisvar til þrisvar á ári meðan á því stóð. Ég kunni strax vel við fólkið og leist vel á svæðið. Ég starfaði líka sem kokkur á Bárunni í tvö sumur og að lokum keypti ég staðinn árið 2014 og sé ekki eftir því.“

Auk þess að reka Báruna kennir Nik tuttugu tíma á viku við grunnskólann á Þórshöfn. „Ég hafði hugsað mér að hafa opið á Bárunni seinni part dags og á kvöldin í vetur en vegna aukningar á fjölda ferðamanna erum við með opið í hádeginu líka.

Staðbundið hráefni

Nik leggur áherslu á að nota staðbundið hráefni í matargerðina. „Við fáum fisk hjá sjómönnum á staðnum og lambakjöt frá bændunum í sveitinni og einnig geitakjöt. Ég fæ kryddjurtir frá konu í sveitinni sem ræktar þær sjálf í gróðurhúsi og svo auðvita kartöflur og rófur.

Að sjálfsögðu þurfum við að fá eitt og annað annars staðar frá eins og nauta- og svínakjöt sem við kaupum frá Kjarnafæði og er upprunnið á Norðurlandi.“

Opnar gistiheimili í vor

„Ég hef mikla trú á Langanesbyggð sem ferðamannastað og er að gera upp hús sem á að vera gistiheimili og opnar vonandi næsta sumar. Húsið er gamalt og hefur staðið autt í tuttugu ár og hugmyndin er að halda upprunalegu útliti þess eins og hægt er.“

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...