Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Það væri ekki amalegt að hafa svona tæki á hlaðinu hjá sér til skrauts. Fjórhjól í fullri stærð skorið út í tré.
Það væri ekki amalegt að hafa svona tæki á hlaðinu hjá sér til skrauts. Fjórhjól í fullri stærð skorið út í tré.
Mynd / ehg
Fréttir 11. janúar 2016

Agro­teknikk 2015 í Noregi er paradís fyrir tækjaóða

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Það var margt um manninn á stærstu landbúnaðar- og tækja­sýningu Noregs, Agroteknikk, dagana 26.–29. nóvember sem haldin var í Lillestrøm. Aðsóknarmet var slegið á sýningunni, sem var nú haldin í sjöunda sinn, en hátt í 35 þúsund manns komu við þá fjóra daga sem opið var inn á sýninguna. 
 
Fjölbreytninni var fyrir að fara og hér var eitthvað fyrir alla, jafnt fullorðna og börn, sem tækjaóða og hinn almenna borgara. 
 
Agroteknikk var haldið í Norges Varemesse í Lillestrøm í fimm stórum sölum upp á um 40 þúsund fermetra. Þarna voru samankomnir norskir innflytjendur, söluaðilar véla og tækja, bændur, ungt fólk með áhuga á landbúnaði, félagasamtök, landbúnaðarskólar, ráðgjafar, stjórnmálamenn og fjölmiðlar með sérhæfingu á landbúnaði ásamt mörgum fleiri.
 
Tengslanetið mikilvægt
 
Óhætt er að segja að allir hafi fundið eitthvað við sitt hæfi þessa fjóra daga sem sýningin var haldin en þannig var haldin tækninýsköpunarkeppni líkt og fyrri ár þar sem sendar voru inn 107 nýjar hugmyndir, allar góðar og gildar með nýjum nýsköpunarhugmyndum. Lærlingur ársins innan bifvélavirkjunar, með áherslu á landbúnaðartæki, var valinn og á föstudagskvöldinu voru skipulagðir sérstakir „bændur í bæinn“- tónleikar í Oslo Spektrum með rokksveitinni Hellbillies. Á föstudeginum var einnig hægt að fá faglega upprifjun og ráðgjöf á fjósbyggingum, vélbúnaði innandyra, véltækni ásamt fóðurráðgjöf og skipulag í mjólkurframleiðslunni. Prjónadúettinn Arne og Carlos voru einnig á sýningunni og buðu upp á vinnustofu fyrir prjónaþyrsta sem vakti mikla lukku.
 
Samdóma álit var frá sölu­mönnum sem stóðu vaktina á Agroteknikk að aldrei hefði sýningin heppnast jafnvel og fannst þeim áberandi hversu margir voru í fjárfestingahugleiðingum og voru vel inni í nýjustu tækni og tækjum. Forsvarsmenn sýningarinnar tóku eftir því að meira var um yngra fólk nú en áður og fannst það jákvætt merki fyrir landbúnaðinn. Þar að auki er slík sýning gríðarlega mikilvæg fyrir aðila til að byggja upp tengslanet sín við bændur og einnig milli söluaðila og framleiðenda.

21 myndir:

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...