Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Afríska svínapestin breiðist enn út í Þýskalandi
Fréttir 30. desember 2020

Afríska svínapestin breiðist enn út í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Friedrich Loeffler-stofnunin í Þýskalandi gaf út þann 1. nóvember síðastliðinn að staðfest væru 123 smit afrísku svínapestarinnar í villisvínum, aðallega á tveim svæðum í ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands.

Daginn eftir, eða 2. nóvember, greindi þýska landbúnaðarráðuneytið frá því að villisvín sem var drepið í nágrannaríkinu Saxoy hafi verið smitað af afrísku svínapestinni. Smit hafði samt ekki borist í alisvínastofninn í Þýskalandi.

Julia Klöckner, land­búnaðar­ráðherra Þýskalands, staðfesti þann 10. september að fyrsta tilfellið af afrísku svínapestinni (ASF) hafi fundist í landinu 9. september. Þá hafði fundist hræ af smituðum villigelti í ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands. Smittilfellið í Saxoy í byrjun nóvember var í Efri-Lusatia í Görlitz héraði. Sveit sérfræðinga var þegar kölluð til, enda hafði veikin þá verið að breiðast frekar út í Brandenburg. Farið var í að setja upp rafmagnsgirðingar til að hefta enn frekari útbreiðslu í Saxoy, en rafmagnsgirðingar sem settar voru upp í Brandenburg virðast ekki hafa dugað til að stöðva útbreiðslu veikinnar.

Þjóðverjar sem flytja að jafnaði mikið út af svínakjöti hafa fundið illilega fyrir banni á útflutningi til 10 landa utan Evrópusambandsins. Kemur þetta til viðbótar erfiðleikum sem þýskir bændur hafa þurft að glíma við vegna COVID-19.

Skylt efni: afrísk svínapest

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.