Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afríska svínapestin breiðist enn út í Þýskalandi
Fréttir 30. desember 2020

Afríska svínapestin breiðist enn út í Þýskalandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Friedrich Loeffler-stofnunin í Þýskalandi gaf út þann 1. nóvember síðastliðinn að staðfest væru 123 smit afrísku svínapestarinnar í villisvínum, aðallega á tveim svæðum í ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands.

Daginn eftir, eða 2. nóvember, greindi þýska landbúnaðarráðuneytið frá því að villisvín sem var drepið í nágrannaríkinu Saxoy hafi verið smitað af afrísku svínapestinni. Smit hafði samt ekki borist í alisvínastofninn í Þýskalandi.

Julia Klöckner, land­búnaðar­ráðherra Þýskalands, staðfesti þann 10. september að fyrsta tilfellið af afrísku svínapestinni (ASF) hafi fundist í landinu 9. september. Þá hafði fundist hræ af smituðum villigelti í ríkinu Brandenburg í austurhluta Þýskalands. Smittilfellið í Saxoy í byrjun nóvember var í Efri-Lusatia í Görlitz héraði. Sveit sérfræðinga var þegar kölluð til, enda hafði veikin þá verið að breiðast frekar út í Brandenburg. Farið var í að setja upp rafmagnsgirðingar til að hefta enn frekari útbreiðslu í Saxoy, en rafmagnsgirðingar sem settar voru upp í Brandenburg virðast ekki hafa dugað til að stöðva útbreiðslu veikinnar.

Þjóðverjar sem flytja að jafnaði mikið út af svínakjöti hafa fundið illilega fyrir banni á útflutningi til 10 landa utan Evrópusambandsins. Kemur þetta til viðbótar erfiðleikum sem þýskir bændur hafa þurft að glíma við vegna COVID-19.

Skylt efni: afrísk svínapest

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara