Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli (BFB) munu viðhalda samstarfi um sameiginleg hagsmunamál félagsmanna í matvælaframleiðslu. Það kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum.

Í ályktun sem hennir fylgir segir að mikil tækifæri blasi við íslenskri matvælaframleiðslu á næstu árum og áratugum. Mikilvægt sé að aðilar sem starfi í þágu hagsmuna íslenskra matvælaframleiðslu vinni þétt saman og beiti sér fyrir því að stefnumörkun stjórnvalda endurspegli þessi tækifæri og geri fyrirtækjum í matvælaframleiðslu kleift að sækja fram.

„Í ályktuninni kemur fram að hið opinbera þurfi að stórefla fjárfestingu í menntun á sviði matvælaframleiðslu. Einnig segir í ályktun samtakanna að sameiginlegir hagsmunir matvælaframleiðenda byggi á samvinnu ólíkra fyrirtækja á grundvelli áherslna á sviði sjálfbærni, öryggis, heilnæmis og verðmætasköpunar.

Með slíku skapist aukin tækifæri til að styrkja stöðu innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir í tilkynningu.

Samtök iðnaðarins voru bakhjarlar Samtaka smáframleiðenda matvæla við stofnun, ásamt Matarauði Íslands og Landbúnaðarklasanum.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...