Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Afnám tolla á fatnaði og skóm skilar sér ekki
Fréttir 10. maí 2016

Afnám tolla á fatnaði og skóm skilar sér ekki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í upphafi árs voru tollar felldir niður af fatnaði og skóm. Samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytis átti afnámið að skila að meðaltali 13% verðlækkun til neytenda á þeim vörum sem áður báru tolla.

Í frétt á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir að áætlað hafi verið að um 60% vara í vöruflokknum bæru toll fyrir breytingarnar. Því má áætla að afnám tolla af fötum og skóm ætti að skila um 7,8% lækkun á fötum og skóm í vísitölu neysluverðs.  

Í meðfylgjandi línuriti, sem birt er á heimasíðu ASÍ, má sjá hvernig verð á fatnaði og skóm hefur þróast samkvæmt vísitölu neysluverðs frá því í upphafi árs 2014 þar til í apríl 2016. Eins og sjá má eru árstíðarsveiflur í verði á fötum og skóm verulegar í kringum sumar- og vetrarútsölur.  Þegar vísitalan er skoðuð nú í apríl m.v. lok árs 2015 má sjá að hún hefur aðeins lækkað um 4% sem er allt of lítið miðað við áætlun verðlagseftirlitsins.

Eins og staðan er núna á vísitölunni má sjá að verslanirnar hafa hækkað verð aftur eftir útsölur og það töluvert meira en gera mátti ráð fyrir. Samkvæmt útreikningum verðlagseftirlitsins hefði vísitalan átt að enda í um 100 og vera því á sama stað og í janúar 2014.

Til viðbótar við afnám tolla hefur gengi krónunnar styrkst undanfarið sem hefði átt að ýta undir enn frekari lækkun á fötum og skóm sem eru að mestu leyti innfluttar vörur. Þess vegna er niðurstaða verðlagseftirlitsins sú að verslanir hafa alls ekki skilað afnáminu að fullu.

Verðlagseftirlitið mun halda áfram að fylgjast með þróun verðlags til að sjá hvort að afnáminu verði skilað að fullu til neytenda.
 

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...