Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samkvæmt rekstrargreiningu RML versnaði afkoma garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.
Samkvæmt rekstrargreiningu RML versnaði afkoma garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.
Fréttir 24. febrúar 2023

Afkoma garðyrkjubænda hefur almennt versnað

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í nýlegri rekstrargreiningu Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðarins á garðyrkju á Íslandi 2019 til 2021 segir að afkoma greinarinnar hafi almennt versnað á tímabilinu. EBITHDA, sem hlutfall af veltu, stendur í stað hjá kartöflubændum en lækkar mikið í ylræktinni.

Samkvæmt greiningunni versnaði afkoma þeirra garðyrkjubænda sem tóku þátt í verkefninu á þeim þremur árum sem greiningin fór fram.

Allur kostnaður hækkað

Fastur kostnaður hækkaði mikið á tímabilinu og mest á liðunum rafmagn og vatn, eða um 77%. Breytilegur kostnaður sem krónur á hektara hækkar töluvert milli áranna 2019 og 2020 en lækkar heldur árið 2021 þannig að hækkunin er um 8% á þessu þriggja ára tímabili.

Afkoma versnaði bæði í yl- og kartöflurækt en mikil hækkun á jarðræktarstyrk kemur í veg fyrir enn verri afkomu þeirra sem hann fá.

Hópurinn sem vann að greiningunni er sammála um að nauðsynlegt sé að halda greiningunni áfram og fjölga þeim sem taka þátt í verkefninu til þess að hægt sé að fá enn fyllri mynd af stöðu greinarinnar. Einnig benda þeir á að útvíkka megi verkefnið og taka inn fleiri tegundir grænmetis í útiræktun og blóm og gera greininguna að enn öflugra verkfæri fyrir framleiðendur og greinina.

Sjá nánar á blaðsíðu bls. 48–49. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins

Skylt efni: garðyrkjubændur

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.