Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Kristinn Guðnason í Skarði hefur verið fjallkóngur á Landmannaafrétti í rúma fjóra áratugi.
Kristinn Guðnason í Skarði hefur verið fjallkóngur á Landmannaafrétti í rúma fjóra áratugi.
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfossi. Sýnir hún frá ferðalagi fjallkóngsins Kristins Guðnasonar og fjallmönnum í leitum í stórbrotnu landslagi á Landmannaafrétti.

Myndin gefur raunsanna mynd af leitum og er afrakstur nokkurra ára vinnu þar sem fjallmönnum var fylgt eftir um króka og kima afréttarins í þremur leitum. Myndin sýnir samspil manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins.

„Mér fannst myndin rosalega flott enda svæðið sem hún er tekin upp alltaf jafnfallegt. Þó mér finnist nú samt alltaf smá sérstakt að horfa á sjálfan mig. Myndin sýnir nákvæmlega hvernig smalamennskur fara fram enda hefur mér alltaf fundist best að koma fram bara eins og ég er,“ segir Kristinn og bætir við að ekkert sé leikið í þessari mynd.

Stoltir af afréttinum

Sauðfjárbændur eru sjálfstætt fólk en fyrir þessa vikuferð er valinn fjallkóngur til að stjórna leiðangrinum. Í stöðu fjallkóngs eru valdir menn með leiðtogahæfileika sem eru úrræðagóðir og svo stað kunnugir að þeir geta sagt ókunnugum til um leiðir hvar sem er á afréttinum. Kristinn hefur gegnt þessu hlutverki í rúma fjóra áratugi, eða frá árinu 1981.

„Ég er mjög fylgjandi afréttar­notkun eins og kemur fram í myndinni. Það eru skiptar skoðanir á þessu málefni en tel ég að neikvæðu röddunum fari fækkandi þó þær séu háværari. Það virðist vera að fólk sem byrjar þessa umræðu hætti aldrei þó það hafi ekkert til síns máls. Við erum búin að friða helming afréttarins og höfum staðið sjálfir í uppgræðslu í samstarfi við landbótasjóð.

Við erum sannfærðir um það að við getum sýnt fram á það með góðum rökum að afrétturinn okkar er í mjög mikilli framför hvað varðar gróður enda er hófleg beit ekkert nema góð fyrir gróðurinn. Við skömmumst okkar ekki fyrir neitt og erum stoltir af afréttinum okkar. Ég tel framtíð afréttanna vera bjarta. Ég er orðinn gamall og fer að verða enginn burðarás í þessu og hef kannski aldrei verið en ég vona að þeir sem taka við reyni hvað þeir geta að halda áfram afréttarnotkun,“ bætir hann við.

Mikilvæg heimild

Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórn kvikmyndatöku. Fram­leiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdi­marsdóttir en saman reka þær framleiðslufyrirtækið HeklaFilms. Áslaug var í sveit í Skarði þegar hún var yngri og hlakkaði alltaf til að komast á fjall en hugmyndin aðgerð myndarinnar var einmitt sú að fanga það ævintýri sem hún upplifði og gefa áhorfendum innsýn inn í þann ævintýraheim. Telja þau öll að Konungur fjallanna sé mikilvæg heimild um þessa ævafornu hefð enda sauðfjárhald samofið sögu okkar Íslendinga. Sýningar á myndinni hófust þriðjudaginn 12. september og er myndin sýnd í Bíóhúsinu Selfossi og Laugarásbíói.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...