Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dúnn þurrkaður á grindum. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2022 voru flutt út 1.917 kg af íslenskum æðardúni til tólf landa.
Dúnn þurrkaður á grindum. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2022 voru flutt út 1.917 kg af íslenskum æðardúni til tólf landa.
Mynd / Helga María Jóhannesdóttir
Fréttir 28. desember 2022

Æðardúnn á uppleið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hækkandi orkuverð í Evrópu getur verið ástæða þess að útflytjendur íslensks æðardúns finna fyrir aukinni sölu afurðar­ innar til heimsálfunnar.

Útflutningur á æðardúni hefur gengið vel í ár og er mun meiri en í meðalári. Á fyrstu tíu mánuðum ársins 2022 voru flutt út 1.917 kg af íslenskum æðardúni til tólf landa samkvæmt tölum Hagstofunnar. Langmest, eða 900 kg, fóru til Japans, 586 kg til Þýskalands, 107 kg til Sviss og 105 kg til Danmerkur. Meðalverð á kíló í ár hefur verið um 190.000 krónur, en verðið er frá rúmum 160.000 krónum upp í 262.000 krónur.

Erla Friðriksdóttir.
Mynd / Aðsend
Sveiflukenndur markaður

Erla Friðriksdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri hjá Íslenskum æðardúni ehf., segir markaðinn kominn til baka eftir niðursveiflu undanfarinna ára. Talsverðar sveiflur geta orðið í sölu á æðardúni eftir eftirspurn og gengisþróun. Þannig voru 1.851 kíló flutt út árið 2020 fyrir tæpar 390 milljónir króna, en meðalkílóaverð nam þá tæpum 210.000 krónum samkvæmt tölum Hagstofunnar.

„Markaðurinn gengur í sveiflum, svipað eins og með grásleppuhrogn og minkaskinn. Kaupendur halda að sér höndum þegar verðið er of hátt og þá safnast birgðir upp,“ segir hún.

Sú var raunin í fyrra en þá seldust 3.839 kg af æðardúni út fyrir tæpar 638 milljónir íslenskra króna og meðalverðið þá rúm 180.000 krónur á kílóið, eftir að birgðir höfðu safnast upp árin á undan.

Erla segist finna fyrir aukinni eftirspurn frá Evrópu í ár. „Ég hef grun um að það sé út af orkukrísunni. Húsin eru ekki hituð eins mikið og fólk leitar í að hafa eitthvað hlýtt að sofa við,“ segir Erla, en samkvæmt tölum Hagstofunnar fer dúnninn til Þýskalands, Sviss, Danmerkur, Bretlands, Hollands, Ítalíu, Noregs, Póllands og Liechtenstein.

Íslenskur æðardúnn er óneitanlega dýrasta landbúnaðarafurð landsins, en dúnninn er alla jafna notaður í gæða æðardúnsængur sem geta kostað vel yfir 1.500 þúsund krónur. Oft er sagt að æðardúnsængur séu á bílverði í Asíu.

Ísland er með um 70-80% af heimsmarkaðshlutdeild æðardúns. Tæplega 400 æðardúnsbændur eru starfandi hér á landi og falla um 2.500–3.000 kíló af dúni til árlega.

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.