Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eirný Ósk Sigurðardóttir, eigandi ljúfmetisverlsunarinnar Búrsins og Hlédís Sveinsdóttir voru kampakátar með viðtökurnar sem Matarmarkaðurinn fékk sem og aðrir viðburðir sem haldir voru í tengslum við setningu búnaðarþings Bændasamtaka Íslands um síðustu
Eirný Ósk Sigurðardóttir, eigandi ljúfmetisverlsunarinnar Búrsins og Hlédís Sveinsdóttir voru kampakátar með viðtökurnar sem Matarmarkaðurinn fékk sem og aðrir viðburðir sem haldir voru í tengslum við setningu búnaðarþings Bændasamtaka Íslands um síðustu
Fréttir 6. febrúar 2014

Aðsóknarmet slegið í Hörpu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Setning búnaðarþings fór nú í fyrsta skipti fram í Hörpunni síðastliðinn laugardag,  en venjan hefur verið sú setningarathöfnin fari fram í Súlnasal Hótel Sögu. Fjölbreyttir viðburðir voru haldnir í húsinu í tengslum við setningu búnaðarþingsins og mættu 30 þúsund manns á þá viðburði sem er aðsóknarmet í Hörpu. 

Í tengslum við setninguna var Matarmarkaður ljúfmetis-verslunarinnar Búrsins haldinn á jarðhæð Hörpunnar og vélasalar voru mættir með dráttarvélar og tæki til sýnis. Sauðfjárbændur buðu gestum og gangandi upp á grillað lambakjöt úr grillvagni Landssamtaka sauðfjárbænda og hægt var að kaupa eðal nautahamborgara úr hamborgarabílnum Tuddanum frá félagsbúinu að Hálsi í Kjós. Þá stóð kokkakeppni Food & Fun hátíðarinnar yfir í Norðurljósasal Hörpu á sama tíma og setning Búnaðarþings fór fram. Vakti þetta nýja snið búnaðarþings mikla athygli og mættu 21 þúsund gestir  á viðburði í og við Hörpuna á milli klukkan 11 og 18 á  laugardeginum og 9.000 til viðbótar komu á matarmarkaðinn á sunnudeginum eða samtals 30 þúsund manns. Er það fyrir utan fjölda fólks sem mætti á aðra atburði í Hörpunni utan þessa tíma. 

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...