Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eirný Ósk Sigurðardóttir, eigandi ljúfmetisverlsunarinnar Búrsins og Hlédís Sveinsdóttir voru kampakátar með viðtökurnar sem Matarmarkaðurinn fékk sem og aðrir viðburðir sem haldir voru í tengslum við setningu búnaðarþings Bændasamtaka Íslands um síðustu
Eirný Ósk Sigurðardóttir, eigandi ljúfmetisverlsunarinnar Búrsins og Hlédís Sveinsdóttir voru kampakátar með viðtökurnar sem Matarmarkaðurinn fékk sem og aðrir viðburðir sem haldir voru í tengslum við setningu búnaðarþings Bændasamtaka Íslands um síðustu
Fréttir 6. febrúar 2014

Aðsóknarmet slegið í Hörpu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Setning búnaðarþings fór nú í fyrsta skipti fram í Hörpunni síðastliðinn laugardag,  en venjan hefur verið sú setningarathöfnin fari fram í Súlnasal Hótel Sögu. Fjölbreyttir viðburðir voru haldnir í húsinu í tengslum við setningu búnaðarþingsins og mættu 30 þúsund manns á þá viðburði sem er aðsóknarmet í Hörpu. 

Í tengslum við setninguna var Matarmarkaður ljúfmetis-verslunarinnar Búrsins haldinn á jarðhæð Hörpunnar og vélasalar voru mættir með dráttarvélar og tæki til sýnis. Sauðfjárbændur buðu gestum og gangandi upp á grillað lambakjöt úr grillvagni Landssamtaka sauðfjárbænda og hægt var að kaupa eðal nautahamborgara úr hamborgarabílnum Tuddanum frá félagsbúinu að Hálsi í Kjós. Þá stóð kokkakeppni Food & Fun hátíðarinnar yfir í Norðurljósasal Hörpu á sama tíma og setning Búnaðarþings fór fram. Vakti þetta nýja snið búnaðarþings mikla athygli og mættu 21 þúsund gestir  á viðburði í og við Hörpuna á milli klukkan 11 og 18 á  laugardeginum og 9.000 til viðbótar komu á matarmarkaðinn á sunnudeginum eða samtals 30 þúsund manns. Er það fyrir utan fjölda fólks sem mætti á aðra atburði í Hörpunni utan þessa tíma. 

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.