Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðgerðir vegna matvæla sem innhalda mengað aukefni
Fréttir 6. ágúst 2021

Aðgerðir vegna matvæla sem innhalda mengað aukefni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hafa mörg lönd innan Evrópusambandsins orðið vör við að ákveðnar framleiðslulotur af aukefninu karóbgúmmí (E 410) hafa reynst mengaðar af etýlenoxíði sem er ólöglegt varnarefni. Matvæli sem innihalda mengað karóbgúmmí ber að taka af markaði.

Upplýsingarnar hafa borist Matvælastofnun með RASFF (Rapid Alert System for Food and Feed) viðvörunarkerfi Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna fyrir matvæli og fóður. 

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og aðildarríki ESB hafa lagt fram sameiginlegar leiðbeiningar um hvernig meðhöndla skuli matvæli sem innihalda þessi efni  á samræmdan hátt.

Matvælastofnun hefur haft samband við fyrirtæki og eftirlitsaðila sem málið snertir. Vinna er hafin við að finna þessar vörur og taka af markaði. Efnið er m.a. notað í ís, unnar kjötvörur og sósur. Matvælafyrirtæki sem nota karóbgúmmí í framleiðslu sína eru hvött til að kanna það hjá birgja hvort efnið sé öruggt.

Etýlenoxíð hefur ekki bráða eiturvirkni í litlu magni, eins og hér um ræðir, en langvarandi neysla getur haft skaðleg áhrif á heilsu. Efnið er notað sem varnarefni í ákveðnum heimshlutum, til dæmis til að sótthreinsa fræ og krydd. Ekki er leyfilegt að nota etýlenoxíð við matvælaframleiðslu innan ESB, né setja á markað matvæli sem innihalda það.

Samkvæmt samræmdum leiðbeiningum á að innkalla allar vörur sem  geta innihaldið þetta mengaða efni. Þessar ráðstafanir eru íþyngjandi fyrir þau fyrirtæki sem um ræðir en aðgerðirnar eru nauðsynlegar til að tryggja öryggi neytenda.  Matvælafyrirtæki sem hafa fengið tilkynningu um að mengað karóbgúmmi hafi verið notað í matvæli sem þau dreifa ber að stöðva dreifingu þeirra, taka þau af markaði og innkalla frá neytendum.  Tilkynna skal slíkar aðgerðir til eftirlitsaðila fyrirtækisins.

Á síðasta ári var töluvert um innkallanir á vörum sem innhéldu sesamfræ sem innihélt þetta ólöglega varnarefni.

Ítarefni:

Skylt efni: Mast matvæli

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...