Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar
Fréttir 27. janúar 2020

Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands lækkaði framleiðsluvirði landbúnaðar á Íslandi um 3% árið 2018. Heildarframleiðsluvirði land­búnaðarins fyrir árið 2018 var 60,9 milljarðar á grunnverði að meðtöldum vörustyrkjum en að frátöldum vörusköttum.

Lækkunina má rekja til 3,8% minna framleiðslumagns og 0,8% verðhækkunar samanborið við árið áður, samkvæmt því sem segir á vef Hagstofunnar. Formaður Bænda­samtaka Íslands hefur áhyggjur af stöðunni.

Aðföng hækkað og framleiðsla dregist saman

Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands, segir það áhyggjuefni að afkoma landbúnaðarins hafi versnað samkvæmt þessum tölum. „Aðföng hafa hækkað verulega umfram afurðaverð og framleiðsla hefur líka dregist saman, sérstaklega í nytjaplönturæktun. Slíkt er ekki gott í því ljósi að eftirspurn er vaxandi eftir þeim afurðum en innlenda framleiðslan er greinilega að gefa eftir gagnvart innflutningi. Bæði samtök bænda og stjórnvöld þurfa að fara yfir þessi mál og það verður gert í yfirstandandi viðræðum um endurskoðun garðyrkjusamnings. Svo sannarlega erum við stolt af okkar framleiðslu og við verðum að snúa vörn í sókn.“

Aðfanganotkun landbúnaðarins 40,8 milljarðar

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var virði afurða búfjárræktar áætlað 42,2 milljarðar króna árið 2018, þar af voru vörutengdir styrkir og skattar um 11,5 milljarðar króna. Virði afurða nytjaplönturæktar sama ár er 14,4 milljarðar, þar af voru vörutengdir styrkir og skattar 519 milljónir króna. Aðfanganotkun landbúnaðarins í heild er áætluð 40,8 milljarðar árið 2018 og jókst hún um 1,2% frá fyrra ári. Rekja má breytingu á notkun aðfanga til 4,3% magnlækkunar og 5,1% hækkunar á verði.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...