Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aðalfundur búgreina verður haldinn á Hótel Natura, (fyrrum Hótel Loftleiðir) í Reykjavík.
Aðalfundur búgreina verður haldinn á Hótel Natura, (fyrrum Hótel Loftleiðir) í Reykjavík.
Fréttir 25. febrúar 2022

Aðalfundur búgreina innan Bændasamtakanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búgreinaþing deilda kjúklinga­­bænda, eggja­fram­leiðenda, geit­fjár­rækt­ar, skógareigenda, hrossa­­­bænda, garðyrkju­bænda, sauð­fjárbænda og kúa­bænda verður haldið á Hótel Natura 3. og 4. mars næstkom­andi. Loðdýra­rækt­endur halda sitt bú­greina­þing 26. febrúar á Hótel Sel­fossi.

Við samruna bú­greina­félaganna og Bænda­sam­taka Íslands urðu til bú­greinadeildir innan sam­tak­anna, en hver deild heldur sinn aðalfund sem kallast Búgreinaþing. Þar hlutast hver grein til um sín málefni, mótar sér stefnu og kýs sér stjórn. Búgreinaþing eru því ígildi aðalfunda gömlu búgreinafélaganna.

Við samruna búgreinafélaganna og Bændasamtaka Íslands urðu til búgreinadeildir innan samtakanna, en hver deild heldur sinn aðalfund sem kallast Búgreinaþing.

Þingið tekur tvo daga

Vigdís Häsler, framkvæmda­stjóri Bænda­samtaka Íslands, segir að fram undan sé fyrsta Búgreinaþing sameinaðra samtaka og hafa síðustu mánuðir verið anna­samir á skrifstofunni. „Búgreinaþing verður haldið á Hótel Natura dagana 3. og 4. mars. Búgreina­deildir sauðfjár- og kúa­bænda standa yfir í tvo daga á meðan aðrar búg­reinar funda í einn dag. Á Búgreina­þingi ræðir hver búgreina­deild sín málefni, tekur stefnumótandi ákvarðanir og kýs stjórn til næsta árs. Má segja að Búgreinaþingið sé ígildi aðalfunda gömlu búgreinafélaganna. Loðdýraræktendur halda sitt búgreinaþing 26. febrúar næstkomandi á Hótel Selfossi.“

Vettvangur til að ræða stöðuna

Setningarathöfnin hefst á fimmtudaginn 3. mars klukkan 11.00 með ávarpi frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtaka Íslands. Einnig munu Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra flytja ávarp.

Vigdís segir að gert sé ráð fyrir milli 150 til 200 fulltrúum á þingið og að það sé sérstaklega gleðilegt að fá að hitta fulltrúana til skrafs og ráðagerða „enda lítum við á Búgreinaþingið sem vettvang til að ræða stöðuna og fá fram áherslur búgreinanna sem nýtast munu í starfi Bændasamtakanna.“

Unnsteinn Snorri Snorrason, sérfræðingur og staðgengill framkvæmdastjóra Bænda­samtaka Íslands, segir að í aðdraganda Búgreinaþings hafa deildirnar verið að funda með bændum. „Við höfum þurft að halda þessa fundi í gegnum fjarfundarbúnað. Það fyrirkomulag hefur fengið góðar viðtökur og þátttaka á fundum framar vonum. Á einum fundi sauðfjárbænda voru til dæmis 220 manns. Það eru ýmis mál sem brenna á bændum en auðvitað er sú staða sem nú er uppi varðandi hækkun aðfanga mjög alvarleg og líklegt að það mál verði til umræðu á þinginu. En þar verða líka rædd ýmis önnur mál, allt frá ágangi álfta upp í arfgerðagreiningu sauðfjár.“

Tíu fyrirtæki tengd landbúnaði verða með bása á þinginu þar sem þau kynna vöru sína og þjónustu.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...