Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
70 ár síðan Ferguson kom til Íslands
Mynd / Fergusonfélagið
Fréttir 16. maí 2019

70 ár síðan Ferguson kom til Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Fyrir 70 árum síðan voru fyrstu Ferguson-dráttarvélarnar kynntar á Keldum í Mosfellssveit að viðstöddum helstu framámönnum í íslenskum landbúnaði. Af því tilefni ætlar Fergusonfélagið að efna til sýningar að Blikastöðum í sömu sveit, laugardaginn 18. maí milli kl. 12 og 17.

Sýndar verða Ferguson-dráttarvélar af elstu gerðunum ásamt tilheyrandi tækjum. Meðal sýningargripa verður annar af þeim Fergusonum sem voru á Keldum 1949 og einhver þeirra tækja sem þá voru sýnd. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, höfundur bókarinnar „…og svo kom Ferguson“ flytur ávarp ásamt fleirum.

Í gamla fjósinu á Blikastöðum hafa áhugamenn unnið að uppgerð gamalla landbúnaðarvéla. Þar er vísir að safni listilega vel uppgerðra véla af ýmsum gerðum. Gefst kostur að sjá vélar sem verið er að vinna að á ýmsum stigum uppgerðar.

Í tilkynningu frá Ferguson-félaginu segir að allir séu hjartanlega velkomnir.

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...