Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
70 ár síðan Ferguson kom til Íslands
Mynd / Fergusonfélagið
Fréttir 16. maí 2019

70 ár síðan Ferguson kom til Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Fyrir 70 árum síðan voru fyrstu Ferguson-dráttarvélarnar kynntar á Keldum í Mosfellssveit að viðstöddum helstu framámönnum í íslenskum landbúnaði. Af því tilefni ætlar Fergusonfélagið að efna til sýningar að Blikastöðum í sömu sveit, laugardaginn 18. maí milli kl. 12 og 17.

Sýndar verða Ferguson-dráttarvélar af elstu gerðunum ásamt tilheyrandi tækjum. Meðal sýningargripa verður annar af þeim Fergusonum sem voru á Keldum 1949 og einhver þeirra tækja sem þá voru sýnd. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, höfundur bókarinnar „…og svo kom Ferguson“ flytur ávarp ásamt fleirum.

Í gamla fjósinu á Blikastöðum hafa áhugamenn unnið að uppgerð gamalla landbúnaðarvéla. Þar er vísir að safni listilega vel uppgerðra véla af ýmsum gerðum. Gefst kostur að sjá vélar sem verið er að vinna að á ýmsum stigum uppgerðar.

Í tilkynningu frá Ferguson-félaginu segir að allir séu hjartanlega velkomnir.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...