Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
70 ár síðan Ferguson kom til Íslands
Mynd / Fergusonfélagið
Fréttir 16. maí 2019

70 ár síðan Ferguson kom til Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Fyrir 70 árum síðan voru fyrstu Ferguson-dráttarvélarnar kynntar á Keldum í Mosfellssveit að viðstöddum helstu framámönnum í íslenskum landbúnaði. Af því tilefni ætlar Fergusonfélagið að efna til sýningar að Blikastöðum í sömu sveit, laugardaginn 18. maí milli kl. 12 og 17.

Sýndar verða Ferguson-dráttarvélar af elstu gerðunum ásamt tilheyrandi tækjum. Meðal sýningargripa verður annar af þeim Fergusonum sem voru á Keldum 1949 og einhver þeirra tækja sem þá voru sýnd. Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, höfundur bókarinnar „…og svo kom Ferguson“ flytur ávarp ásamt fleirum.

Í gamla fjósinu á Blikastöðum hafa áhugamenn unnið að uppgerð gamalla landbúnaðarvéla. Þar er vísir að safni listilega vel uppgerðra véla af ýmsum gerðum. Gefst kostur að sjá vélar sem verið er að vinna að á ýmsum stigum uppgerðar.

Í tilkynningu frá Ferguson-félaginu segir að allir séu hjartanlega velkomnir.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...