Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
40% vinnumaura gera ekkert
Fréttir 10. október 2017

40% vinnumaura gera ekkert

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í huga flestra eru maurar táknmynd vinnusemi og atorku en svo virðist sem sumir maurar séu vinnusamari en aðrir. 

Ný rannsókn á atferli vinnumaura sýnir að 40% vinnumaura gera ekkert allan daginn og láta hina um að vinna vinnuna fyrir sig. Hver kannast ekki við þetta úr vinnunni sinni?

Tilgáta vísindamannanna sem skoðuðu atferli lötu mauranna er að atferli þeirra stafi að hluta til af erfðum og að hluta séu þeir varavinnuafl ef harðnar á dalnum og það fækkar í liði hinna 60% vinnusamra vinnumaura. Auk þess sem þeir eru varafæða, þar sem þekkt er að maurar snúa sér að kannibalisma minnki fæðuframboð umfram það sem þeir geta aflað utan maurabúsins.

Letimaurarnir eyða mestum hluta ævi sinnar í að ráfa um maurabúið í tilgangsleysi án þess að taka þátt í uppbyggingu þess og án þess að gefa nokkuð af sér.

Skylt efni: Vinnumaurar | vinna

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...