Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
40% vinnumaura gera ekkert
Fréttir 10. október 2017

40% vinnumaura gera ekkert

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í huga flestra eru maurar táknmynd vinnusemi og atorku en svo virðist sem sumir maurar séu vinnusamari en aðrir. 

Ný rannsókn á atferli vinnumaura sýnir að 40% vinnumaura gera ekkert allan daginn og láta hina um að vinna vinnuna fyrir sig. Hver kannast ekki við þetta úr vinnunni sinni?

Tilgáta vísindamannanna sem skoðuðu atferli lötu mauranna er að atferli þeirra stafi að hluta til af erfðum og að hluta séu þeir varavinnuafl ef harðnar á dalnum og það fækkar í liði hinna 60% vinnusamra vinnumaura. Auk þess sem þeir eru varafæða, þar sem þekkt er að maurar snúa sér að kannibalisma minnki fæðuframboð umfram það sem þeir geta aflað utan maurabúsins.

Letimaurarnir eyða mestum hluta ævi sinnar í að ráfa um maurabúið í tilgangsleysi án þess að taka þátt í uppbyggingu þess og án þess að gefa nokkuð af sér.

Skylt efni: Vinnumaurar | vinna

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...