Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
40% vinnumaura gera ekkert
Fréttir 10. október 2017

40% vinnumaura gera ekkert

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í huga flestra eru maurar táknmynd vinnusemi og atorku en svo virðist sem sumir maurar séu vinnusamari en aðrir. 

Ný rannsókn á atferli vinnumaura sýnir að 40% vinnumaura gera ekkert allan daginn og láta hina um að vinna vinnuna fyrir sig. Hver kannast ekki við þetta úr vinnunni sinni?

Tilgáta vísindamannanna sem skoðuðu atferli lötu mauranna er að atferli þeirra stafi að hluta til af erfðum og að hluta séu þeir varavinnuafl ef harðnar á dalnum og það fækkar í liði hinna 60% vinnusamra vinnumaura. Auk þess sem þeir eru varafæða, þar sem þekkt er að maurar snúa sér að kannibalisma minnki fæðuframboð umfram það sem þeir geta aflað utan maurabúsins.

Letimaurarnir eyða mestum hluta ævi sinnar í að ráfa um maurabúið í tilgangsleysi án þess að taka þátt í uppbyggingu þess og án þess að gefa nokkuð af sér.

Skylt efni: Vinnumaurar | vinna

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...