Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
40% af bæjarlandinu er friðlýst eða undir skógrækt
Fréttir 2. janúar 2020

40% af bæjarlandinu er friðlýst eða undir skógrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þegar gerður var samningur við Skógræktarfélag Garðabæjar á sínum tíma var tekið fram að skógræktin ætti ekki að binda nýtingu landsins til framtíðar. Hugmyndin er að það fari þrjár brautir inn á skógræktarlandið og því verður mikill hluti skógarins enn til staðar.

Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, segir að búið sé að halda nokkra fundi með bæði Skógræktarfélagi Garðabæjar og Golfklúbbi Garðabæjar vegna málsins og gera nokkrar breytingar á tillögunni um völlinn.

Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar.

„Breytingarnar sem gerða hafa verið eru allar í þá átt að minnka áhrif vallarins á skógræktina. Við erum enn að vinna í málinu sem aðalskipulagsbreytingu og því enn verið að horfa á stóru línurnar og ekki enn farið að teikna upp fínni myndina. Tillagan sem lögð hefur verið fram er til þess gerð að þeir sem hafa hagsmuna á gæta vegna breytinganna geti komið með athugasemdir.“

Golfvöllur undir íþróttasvæði og skógræktarsvæði undir golfvöll

Arinbjörn segir að tillagan að því að gera nýjan golfvöll í skógræktina komi frá bæjarstjórninni. „Í aðalskipulagi Garðabæjar, sem var staðfest fyrir tveimur árum, er gert ráð fyrir breytingum í Vetrarmýrinni þar sem gamli golfvöllurinn er og hluti hans tekinn undir framtíðar íþróttasvæði Garðabæjar.“

Skógræktarsvæði sem reiknað er með að fari undir níu holu golfvöll eru 15 hektarar og segir Arinbjörn að það þyki ekki mikið. Gamli golfvöllurinn í Garðabæ var 18 holur á 40 hekturum. Þannig að nýi völlurinn þykir frekar þröngur.

Hugmyndin er að það fari þrjár brautir inn á skógræktarlandið og því verður mikill hluti skógarins enn til staðar.“

Að sögn Arinbjarnar er ekki enn búið að áætla hversu mikið af skóginum þurfi að fella vegna golfbrautanna enda sé ekki byrjað að vinna að deiliskipulaginu.

Gróðursetja milli brauta

Arinbjörn segir að einn annar möguleikinn fyrir golfvöll á þessu svæði væri með því að fara út í friðland Garðabæjar í Vífilsstaðahrauninu og ef það hefði verið gert er mun lengra á milli þess hluta gamla vallarins sem stendur áfram og nýja vallarins.

Arinbjörn er spurður hvort gerð golfvallarins á skógræktarsvæðinu sé ekki í andstöðu við þá hugmynd að nú eigi að efla skógrækt í landinu, meðal annars til að auka kolefnisbindingu. „Við höfum bent á þetta sjálfir og það gæti allt eins orðið ákvæði í deiliskipulaginu um að gróðursetja tré milli brauta og auka þannig fjölda trjáa á svæðinu.“

Skógræktarsvæðið sem eftir verður breytt í útivistarsvæði

„Það er alveg ljóst að þegar gerður var samningur við skógræktarfélagið á sínum tíma var tekið fram að skógræktin ætti ekki að binda nýtingu landsins til framtíðar. Sums staðar, eins og til dæmis í Hnoðraholtinu, var skógræktarsvæði undir íbúa­byggð og þannig þrengt að skóg­ræktinni og landið tekið til annars konar nýtingar.“

Arinbjörn segir að sá hluti skógræktarsvæðis Garðabæjar sem er ekki að fara undir golf­völlinn sé að festast í sessi sem útivistarsvæði og það breyti stöðu landsins talsvert og það verði í umsjón bæjarfélagsins en ekki skógræktarfélagsins. „Þess má geta að í dag eru 40% af bæjarlandinu friðlýst og því talsvert mikið land sem bæjarfélagið hefur friðlýst og lagt til skógræktar.“

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...