Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
40% af bæjarlandinu er friðlýst eða undir skógrækt
Fréttir 2. janúar 2020

40% af bæjarlandinu er friðlýst eða undir skógrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þegar gerður var samningur við Skógræktarfélag Garðabæjar á sínum tíma var tekið fram að skógræktin ætti ekki að binda nýtingu landsins til framtíðar. Hugmyndin er að það fari þrjár brautir inn á skógræktarlandið og því verður mikill hluti skógarins enn til staðar.

Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar, segir að búið sé að halda nokkra fundi með bæði Skógræktarfélagi Garðabæjar og Golfklúbbi Garðabæjar vegna málsins og gera nokkrar breytingar á tillögunni um völlinn.

Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri Garðabæjar.

„Breytingarnar sem gerða hafa verið eru allar í þá átt að minnka áhrif vallarins á skógræktina. Við erum enn að vinna í málinu sem aðalskipulagsbreytingu og því enn verið að horfa á stóru línurnar og ekki enn farið að teikna upp fínni myndina. Tillagan sem lögð hefur verið fram er til þess gerð að þeir sem hafa hagsmuna á gæta vegna breytinganna geti komið með athugasemdir.“

Golfvöllur undir íþróttasvæði og skógræktarsvæði undir golfvöll

Arinbjörn segir að tillagan að því að gera nýjan golfvöll í skógræktina komi frá bæjarstjórninni. „Í aðalskipulagi Garðabæjar, sem var staðfest fyrir tveimur árum, er gert ráð fyrir breytingum í Vetrarmýrinni þar sem gamli golfvöllurinn er og hluti hans tekinn undir framtíðar íþróttasvæði Garðabæjar.“

Skógræktarsvæði sem reiknað er með að fari undir níu holu golfvöll eru 15 hektarar og segir Arinbjörn að það þyki ekki mikið. Gamli golfvöllurinn í Garðabæ var 18 holur á 40 hekturum. Þannig að nýi völlurinn þykir frekar þröngur.

Hugmyndin er að það fari þrjár brautir inn á skógræktarlandið og því verður mikill hluti skógarins enn til staðar.“

Að sögn Arinbjarnar er ekki enn búið að áætla hversu mikið af skóginum þurfi að fella vegna golfbrautanna enda sé ekki byrjað að vinna að deiliskipulaginu.

Gróðursetja milli brauta

Arinbjörn segir að einn annar möguleikinn fyrir golfvöll á þessu svæði væri með því að fara út í friðland Garðabæjar í Vífilsstaðahrauninu og ef það hefði verið gert er mun lengra á milli þess hluta gamla vallarins sem stendur áfram og nýja vallarins.

Arinbjörn er spurður hvort gerð golfvallarins á skógræktarsvæðinu sé ekki í andstöðu við þá hugmynd að nú eigi að efla skógrækt í landinu, meðal annars til að auka kolefnisbindingu. „Við höfum bent á þetta sjálfir og það gæti allt eins orðið ákvæði í deiliskipulaginu um að gróðursetja tré milli brauta og auka þannig fjölda trjáa á svæðinu.“

Skógræktarsvæðið sem eftir verður breytt í útivistarsvæði

„Það er alveg ljóst að þegar gerður var samningur við skógræktarfélagið á sínum tíma var tekið fram að skógræktin ætti ekki að binda nýtingu landsins til framtíðar. Sums staðar, eins og til dæmis í Hnoðraholtinu, var skógræktarsvæði undir íbúa­byggð og þannig þrengt að skóg­ræktinni og landið tekið til annars konar nýtingar.“

Arinbjörn segir að sá hluti skógræktarsvæðis Garðabæjar sem er ekki að fara undir golf­völlinn sé að festast í sessi sem útivistarsvæði og það breyti stöðu landsins talsvert og það verði í umsjón bæjarfélagsins en ekki skógræktarfélagsins. „Þess má geta að í dag eru 40% af bæjarlandinu friðlýst og því talsvert mikið land sem bæjarfélagið hefur friðlýst og lagt til skógræktar.“

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...