Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Auk þess sem 35 kindur drápust í eldinum, brunnu útihús, hey og rúlluvél.
Auk þess sem 35 kindur drápust í eldinum, brunnu útihús, hey og rúlluvél.
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi að Syðri- Hömrum II, sem missti 35 kindur í bruna 23. janúar síðastliðinn. Auk þess sem útihús, rúlluvél og hlaða brunnu.

„Húsin, sem voru gamalt fjós, tvö samliggjandi fjárhús og hlaða, eru að mestu ónýt. Við ætlum að reyna að endurreisa nýrra fjárhúsið en hin húsin eru ónýt og ekkert annað að gera en að rífa þau.

Við gerðum allt sem var hægt að gera og fjöldi slökkviliðsmanna kom okkur til aðstoðar og það náðist að bjarga fé nágrana míns en allur okkar fjárstofn, 35 kindur, drapst í brunanum. Í hlöðunni var eitthvað af gömlu heyi í rúllum og þær brunnu og ég var með rúlluvél í geymslu og hún brann líka.“

Eldur kom líklega upp í dráttarvél

Guðjón segir að konan sín, Helga Björk Helgadóttir, hafi fyrst orðið vör við eldinn um klukka níu um kvöldið og að henni hafi sýnst að það hafi kviknað í út frá dráttarvél sem var sett í hús fyrr um daginn eftir notkun.

Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikill fjárhagslegur skaði varð af brunanum en hann er talsverður. Bara rúlluvélin kostar á fimmtu milljón og svo á eftir að meta húsin og féð.“

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu
Fréttir 17. júlí 2024

Skrifað undir landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu

Skrifað var undir nýja landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu í Hörpu á mánudag...