Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Auk þess sem 35 kindur drápust í eldinum, brunnu útihús, hey og rúlluvél.
Auk þess sem 35 kindur drápust í eldinum, brunnu útihús, hey og rúlluvél.
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi að Syðri- Hömrum II, sem missti 35 kindur í bruna 23. janúar síðastliðinn. Auk þess sem útihús, rúlluvél og hlaða brunnu.

„Húsin, sem voru gamalt fjós, tvö samliggjandi fjárhús og hlaða, eru að mestu ónýt. Við ætlum að reyna að endurreisa nýrra fjárhúsið en hin húsin eru ónýt og ekkert annað að gera en að rífa þau.

Við gerðum allt sem var hægt að gera og fjöldi slökkviliðsmanna kom okkur til aðstoðar og það náðist að bjarga fé nágrana míns en allur okkar fjárstofn, 35 kindur, drapst í brunanum. Í hlöðunni var eitthvað af gömlu heyi í rúllum og þær brunnu og ég var með rúlluvél í geymslu og hún brann líka.“

Eldur kom líklega upp í dráttarvél

Guðjón segir að konan sín, Helga Björk Helgadóttir, hafi fyrst orðið vör við eldinn um klukka níu um kvöldið og að henni hafi sýnst að það hafi kviknað í út frá dráttarvél sem var sett í hús fyrr um daginn eftir notkun.

Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikill fjárhagslegur skaði varð af brunanum en hann er talsverður. Bara rúlluvélin kostar á fimmtu milljón og svo á eftir að meta húsin og féð.“

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala
Fréttir 28. mars 2023

Landbúnaðarklasinn lagstur í dvala

Á aðalfundi Landbúnaðarklasans 9. mars var samþykkt að starfsemi hans yrði lögð ...

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli
Fréttir 27. mars 2023

Blóðsjúgandi mítill fannst á villtum fugli

Fyrir skömmu greindist blóðsjúgandi mítill á smyrli sem fannst nær dauða en lífi...

Páskaútgáfa Bændablaðsins
Fréttir 27. mars 2023

Páskaútgáfa Bændablaðsins

Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 4. apríl, á þriðjudegi.

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun
Fréttir 27. mars 2023

„Íslenskt lambakjöt“ fær upprunavottun

Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt umsókn Icelandic lamb um að vörumerkið „Ís...