Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Mikill áhugi er á kornþurrkstöð meðal eyfirskra bænda, en ríflega 60 prósent myndu leggja inn hlutafé.
Mikill áhugi er á kornþurrkstöð meðal eyfirskra bænda, en ríflega 60 prósent myndu leggja inn hlutafé.
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér kornþurrkstöð í firðinum ef hún yrði reist.

Jafnframt myndu ríflega 60 prósent aðspurðra leggja til hlutafé og tæp 72 prósent myndu auka ræktun. Þetta kemur fram í lokaverkefni Oddleifs Eiríkssonar í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Þar er gengið út frá því að kornþurrkstöð yrði reist að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði og kostnaður borinn saman við notkun á þurrkstöð sem til stendur að reisa skammt frá Húsavík. Sé 1.000 tonna kornþurrkstöð reist í Eyjafirði verði kostnaður við rekstur einingarinnar það hár að hagkvæmara væri að flytja kornið um lengri veg.

Oddleifur segir í lokaorðum verkefnisins að ljóst sé að ýmsar forsendur til kornþurrkunar séu til staðar í Eyjafirði. Mismunur á flutningi korns að Syðra-Laugalandi samanborið til Húsavíkur sé 2,6 krónur á kílóið. Sé einungis miðað við flutningskostnað, þá væri hagkvæmara að reisa þurrkstöð í Eyjafirði í ljósi þess að kornrækt er umfangsmeiri þar en í Þingeyjarsveit.

Vissulega sé stærðarhagkvæmni að samnýta þurrkstöð við Húsavík og hún sé líklega vanmetin. Til standi að sú þurrkstöð nýti glatvarma, sem sé orka sem fari til spillis, og þurrki bæði korn og framleiði grasköggla. Oddleifur greinir nánar frá verkefninu í aðsendri grein á blaðsíðu 52 í þessu blaði.

Skylt efni: kornrækt | kornþurrkstöð

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...