Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikill áhugi er á kornþurrkstöð meðal eyfirskra bænda, en ríflega 60 prósent myndu leggja inn hlutafé.
Mikill áhugi er á kornþurrkstöð meðal eyfirskra bænda, en ríflega 60 prósent myndu leggja inn hlutafé.
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér kornþurrkstöð í firðinum ef hún yrði reist.

Jafnframt myndu ríflega 60 prósent aðspurðra leggja til hlutafé og tæp 72 prósent myndu auka ræktun. Þetta kemur fram í lokaverkefni Oddleifs Eiríkssonar í búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Þar er gengið út frá því að kornþurrkstöð yrði reist að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði og kostnaður borinn saman við notkun á þurrkstöð sem til stendur að reisa skammt frá Húsavík. Sé 1.000 tonna kornþurrkstöð reist í Eyjafirði verði kostnaður við rekstur einingarinnar það hár að hagkvæmara væri að flytja kornið um lengri veg.

Oddleifur segir í lokaorðum verkefnisins að ljóst sé að ýmsar forsendur til kornþurrkunar séu til staðar í Eyjafirði. Mismunur á flutningi korns að Syðra-Laugalandi samanborið til Húsavíkur sé 2,6 krónur á kílóið. Sé einungis miðað við flutningskostnað, þá væri hagkvæmara að reisa þurrkstöð í Eyjafirði í ljósi þess að kornrækt er umfangsmeiri þar en í Þingeyjarsveit.

Vissulega sé stærðarhagkvæmni að samnýta þurrkstöð við Húsavík og hún sé líklega vanmetin. Til standi að sú þurrkstöð nýti glatvarma, sem sé orka sem fari til spillis, og þurrki bæði korn og framleiði grasköggla. Oddleifur greinir nánar frá verkefninu í aðsendri grein á blaðsíðu 52 í þessu blaði.

Skylt efni: kornrækt | kornþurrkstöð

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.