Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
250 milljón tonn af CO2
Fréttir 27. desember 2019

250 milljón tonn af CO2

Höfundur: Vilmundur Hansen

Andfætlingar okkar í Ástralíu hafa undanfarna mánuði barist við gríðarlega runna-, gresju- og skógarelda vegna mikilla þurrka. Reiknuð losun CO2 vegna eldanna eru 250 milljón tonn sem jafngildir um helmingi af árlegri losun álfunnar.

Eldarnir eru mestir í New South Wakes og Queensland og hafa logað síðan í ágúst. Samkvæmt útreikningum er losunin í New South Wakes um 195 milljón tonn og talsvert meiri en í Queensland þar sem losunin er áætluð um 55 milljón tonn. Áætluð heildarlosun í Ástralíu árið 2018 var 532 milljón tonn.

Um 2,7 milljón hektarar af landi hafa brunnið í New South Wakes með geigvænlegum afleiðingum fyrir dýralíf og íbúa svæðisins. Gert er ráð fyrir að eldarnir muni halda áfram þar sem ekki er gert ráð fyrir rigningu á svæðinu á næstunni.

Staðsetning helstu gróðurelda í Ástralíu.

Eldar á gresjum og runnagróðri eru ekki óalgengir þar sem þurrkar eru árlegir og jafnvel nauðsynlegir til að gróður nái að endurnýja sig. CO2 losun við slíka bruna binst yfirleitt fljótt aftur þegar gróðurinn tekur að vaxa á ný.

Öðru máli gegnir um skógarelda þar sem tré eru iðulega lengi að vaxa og getur endurheimt þeirra og binding CO2 í þeim tekið marga áratugi.

Einnig hefur verið bent á að vegna þurrkanna undanfarið hafi dregið verulega úr bindingu gróðurs í Ástralíu á CO2 þar sem vöxtur gróðurs er í lágmarki.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...