Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Spár gera ráð fyrir að í þéttbýliskjarnanum Árnesi muni íbúum fjölga ört næstu árin en nú er sveitarfélagið í skipulagsvinnu á svæðinu.
Spár gera ráð fyrir að í þéttbýliskjarnanum Árnesi muni íbúum fjölga ört næstu árin en nú er sveitarfélagið í skipulagsvinnu á svæðinu.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 19. maí 2023

200 ný heilsársstörf

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil umsvif eru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í farvatninu er uppbygging Fjallabaða og ásamt gestastofu í Þjórsárdal.

Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem segir mjög spennandi tíma fram undan í sveitarfélaginu.

„Með þessum tveimur verkefnum verða til um 200 heilsársstörf á svæðinu, það munar um minna í ekki stærra sveitarfélagi,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða­ og Gnúpverjahrepps, en skráður íbúafjöldi er 576.

Áætlað er að gestastofan verði opnuð sumarið 2025 og Fjallaböðin í desember 2025.

Þjórsárdalurinn

Haraldur Þór segir að Þjórsárdalurinn í heild sé mikil náttúruperla sem hafi hingað til verið lítið sóttur af erlendum ferðamönnum.

„Það er ljóst að þar verður fjölgun ferðamanna mikil sem kallar á mikla uppbyggingu innviða í Þjórsárdal til að stýra umferð ferðamanna á ábyrgan hátt. Í Þjórsárdal er einnig stærsta friðlýsing minja á Íslandi sem mikilvægt er að vernda og gera góð skil á þeirri miklu sögu.“

Byggt og byggt í Árnesi

Haraldur Þór segir að að spár geri ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins verði orðnir kringum 1.400 talsins árið 2032.

„Ef þessar spár ganga eftir verður það mikil áskorun að byggja upp innviði samfélagsins til þess að geta þjónustað nýja íbúa vel. Megnið af íbúðauppbyggingunni mun eiga sér stað í Árnesi og erum við í skipulagsvinnu með að móta hvernig byggðin muni byggjast upp. Gangi áætlanir eftir gæti Árnes verið orðinn stærsti byggðarkjarni uppsveitanna eftir 10 ár.“

Risa grænmetisframleiðsla

En það er ekki bara uppbyggingin í kringum Fjallaböðin og gesta­stofuna í Þjórsárdal í Skeiða-­ og Gnúpverjahreppi því á sveitarstjórnarfundi þann 5. apríl sl. var tekin fyrir ósk Landnýtingar ehf. um risalóð til uppbyggingar grænmetisframleiðslu af stærðar­gráðu, sem óþekkt er á Íslandi.

Ef af verður mun það styrkja atvinnulíf sveitarfélagsins til muna.

„Töluverður hluti starfanna við ræktunina yrðu hátæknistörf og áætlað er að megnið af framleiðslunni verði til útflutnings. Raungerist verkefnið er áætlaður heildarfjöldi starfa 284 þegar búið verður að byggja upp alla starfsemina árið 2032.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f