Ungir garðyrkjubændur í Þingeyjarsveit með margar tegundir í útiræktun
Það þykir tíðindum sæta þegar bætist í fremur fámennan hóp íslenskra garðyrkjubænda í útiræktun grænmetis. Enn fágætari eru dæmi af norðlenskum garðyrkjubændum sem koma nýir inn í greinina, en í Vallakoti í Þingeyjarsveit eru einmitt ungir bændur á sínu öðru ári með margar tegundir í ræktun – til að mynda rauðrófu sem er sjaldgæf í innlendri framle...