Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Nýnemar í garðyrkju
Nýnemar í garðyrkju
Mynd / Lbhí
Skoðun 12. mars 2021

Sérálit Lbhí vegna starfmenntanáms í garðyrkju

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði starfshóp í nóvember 2019 til að fara yfir stöðu og framtíðarskipulag starfsmenntanáms við Landbúnaðarháskóla Íslands sem fram fer á Hvanneyri og að Reykjum í Ölfusi. Tilefnið var áhyggjur hagaðila í garðyrkjugreinum sem töldu að verið væri að breyta inntaki og sýnileika námsins.

Niðurstöður sem fram koma í séráliti LbhÍ, sem birt er á vef Landbúnaðarháskólans, eru eftirfarandi:

Tækifæri innan garðyrkjunnar á Íslandi eru gríðarleg og brýnt að aðilar taki höndum saman ásamt stjórnvöldum um að koma innviðum á Reykjum í það horf að þeir séu fremstir í flokki á alþjóðlegan mælikvarða. Þannig mun námið verða sýnilegra og draga að unga fólkið sem þarf til nýliðunar.

Samstarf verði um að efla rannsóknir og nýsköpunarstarf enn frekar sem skili sér í bættum innviðum og til starfsmenntanámsins og atvinnulífsins með skilvirkum hætti.

Á undanförnum misserum hefur verið gert stórátak í átt að því að bæta innviði á Reykjum. Garðskálinn hefur verið endurbyggður og ýmsu öðru viðhaldi verið sinnt. Kynningarstarf hefur verið öflugt og nemendur skólans aldrei verið fleiri. Aðsókn í námið sló öll met sl. haust.

Í séráliti LbhÍ er lögð áhersla á styrkleika og samlegðaráhrif á milli skólastiga sem er ein af sérstöðum skólans. Í desember sl. ákvað mennta- og menningarmálaráðherra að starfsmenntanám í garðyrkju yrði fært til FSu. Undirbúningur að því hefur verið í gangi á undanförnum mánuðum og hefur Landbúnaðarháskóli Íslands sent frá sér þarfagreiningu um rannsóknir sem fram fara á Reykjum. Fjölbrautaskóli Suðurlands vinnur enn að þarfagreiningu sem snýr að starfsmenntanáminu í samvinnu við starfsfólk á Reykjum.

LbhÍ hefur lagt áherslu á að samlegðaráhrif sem eru á milli starfsmenntanámsins annars vegar og rannsóknastarfseminnar hins vegar verði áfram tryggð við breytinguna.

 

Skrítnir tímar
Skoðun 14. janúar 2022

Skrítnir tímar

Við upplifum skrítna tíma þessi miss­erin í skugga kórónuveiru sem stöðugt er að...

Saman stöndum vér
Skoðun 13. janúar 2022

Saman stöndum vér

Í upphafi vil ég óska öllum lesendum Bænda­blaðsins  gleðilegs árs og þakka fyri...

Íslenskt timbur, já takk!
Skoðun 6. janúar 2022

Íslenskt timbur, já takk!

Íslenskt timbur er gott timbur. Það er sjálfbært, vistvænt og vel vaxið. Í þjóðs...

Bændur og þjóðaröryggi
Skoðun 4. janúar 2022

Bændur og þjóðaröryggi

Í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi, sem kom út fyrr á þessu ári, er fjallað með í...

Hagkvæmari mjólkurpottur með minna kolefnisspori
Skoðun 22. desember 2021

Hagkvæmari mjólkurpottur með minna kolefnisspori

Ein stærsta áskorun innlends landbúnaðar næstu ár er að draga úr losun gróður­hú...

Að tryggja afkomu
Skoðun 17. desember 2021

Að tryggja afkomu

Nú er senn að baki annað árið í sérkennilegu ástandi vegna heimsfaraldurs af völ...

Nýjar áskoranir á nýju ári
Skoðun 16. desember 2021

Nýjar áskoranir á nýju ári

Ágæti lesandi, nú líður að áramótum og er vert að fara yfir liðið ár og hvar við...

Sjálfbær landnýting og vinna við drög að reglugerð
Skoðun 10. desember 2021

Sjálfbær landnýting og vinna við drög að reglugerð

Lög um landgræðslu nr. 155/2018 voru samþykkt 14. desember 2018 með 60 atkvæðum ...