Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Samstaðan aldrei mikilvægari - Stendur þú með þér, kæri bóndi?
Lesendarýni 15. júní 2022

Samstaðan aldrei mikilvægari - Stendur þú með þér, kæri bóndi?

Höfundur: Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands

Nú hafa verið sendir út greiðsluseðlar til félagsmanna Bændasamtaka Íslands fyrir félagsgjöldum ársins 2022.

Guðrún Birna Brynjarsdóttir

Greiðsluseðlarnir ættu að vera komnir í heimabanka félagsmanna. Greiðsla þessara seðla er lykilforsenda fyrir því að Bændasamtökin geti haldið úti starfi sínu.

Og til hvers, spyrja sumir, hvað gera Bændasamtök Íslands í raun og sann? Svarið er einfalt; Bændasamtökin sinna öflugri hagsmunagæslu fyrir bændur og hefur sú hagsmunagæsla sjaldan ef nokkurn tíma verið eins mikilvæg!

Þeir fordæmalausu tímar þar sem sjálfbærni um fæðuöryggi þjóðar hefur aldrei skipt jafn miklu máli og nú, sýna enn og aftur fram á mikilvægi og nauðsyn þess að Bændasamtökin geti sinnt starfi sínu.

Varið hag bænda og kjör, leitt gerð búvörusamninga, talað fyrir auknum stuðningi, gætt þess að reglugerðir og aðrar lagasetningar íþyngi ekki bændum, gætt hagsmuna bænda í óteljandi fjölda nefnda og ráða, kynnt og talað fyrir gæðum landbúnaðar innanlands og erlendis og gefið út eitt mest lesna dagblað landsins, sem dreift er frítt um land allt, hvar þú ert einmitt að lesa þessa grein. En styrkur samtakanna endurspeglast í getu Bændasamtakanna til að halda úti starfsemi sinni.

Aðild að Bændasamtökunum og greiðsla félagsgjaldanna er þannig beinn stuðningur við hagsmuni félagsmanna. Stendur þú ekki
örugglega með þér sjálfum, kæri bóndi?

Athygli er vakin á því að ekki leggst innheimtukostnaður á kröfuna. Þeir sem vilja skipta greiðslunni geta gert það í heimabanka eða í gegnum þjónustufulltrúa í bankanum.

Hvernig væri að breyta aðeins til og ganga í Lionsklúbb?
Lesendarýni 29. maí 2024

Hvernig væri að breyta aðeins til og ganga í Lionsklúbb?

Viltu láta gott af þér leiða í nærsamfélagi þínu eða á alþjóðavísu? Lionsklúbbar...

Katrín Jakobsdóttir er verðugur þjóðhöfðingi
Lesendarýni 28. maí 2024

Katrín Jakobsdóttir er verðugur þjóðhöfðingi

Sem forsætisráðherra í ríkisstjórn þriggja ólíkra flokka hefur Katrín Jakobsdótt...

Halla Hrund: Okkar bestu meðmæli
Lesendarýni 24. maí 2024

Halla Hrund: Okkar bestu meðmæli

Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér...

Ágangur búfjár: Sagan endalausa
Lesendarýni 23. maí 2024

Ágangur búfjár: Sagan endalausa

Á undanförnum árum hefur umræða um ágang sauðfjár stóraukist í sveitum landsins.

Pottur brotinn í merkingu snyrtivara
Lesendarýni 22. maí 2024

Pottur brotinn í merkingu snyrtivara

Mikið hefur borið á því að íslensk fyrirtæki framleiði og selji vörur með merkin...

Verndum Viðey
Lesendarýni 22. maí 2024

Verndum Viðey

Árið 2011 var Viðey eða Minna- núpshólmi í Þjórsá friðuð. Eyjan er rúmir þrír he...

Frá aðalfundum skógarbænda
Lesendarýni 20. maí 2024

Frá aðalfundum skógarbænda

Aðalfundur Félags skógarbænda á Suðurlandi (FsS) var haldinn á Hótel Stracta lau...

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...