Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sjókvíaeldi á Vestfjörðum.
Sjókvíaeldi á Vestfjörðum.
Lesendarýni 12. ágúst 2022

Eldisleyfin: Eign eða leiga?

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur.

Í grein blaðamanns Bændablaðsins frá 4. nóvember 2021 er fjallað um fjárfestingar útlendinga í fiskeldi og sjávarútvegi.

Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur.

Þar er vitnað í greinar sem undirritaður hefur skrifað og rætt m.a. við Jens Garðar Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóra Laxa fiskeldis ehf. og núverandi aðstoðarforstjóra Fiskeldis Austfjarða ehf. Ástæða er til að svara sumu sem þar kemur fram eða útskýra betur.

,,Íslenskir fjárfestar höfðu ekki áhuga“

Fram kemur í máli Jens Garðars: ,,Þá má ekki gleyma því að við stofnun þeirra fiskeldisfyrirtækja sem eru í rekstri í dag var þráfaldlega reynt að fá íslenskt fjármagn inn í atvinnugreinina en þegar það gekk ekki og menn höfðu ekki áhuga var leitað til Noregs...“

Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að verið var að bjóða fjárfestum mismunandi valkosti allt eftir tímasetningu tilboðanna:

a) Fjárfesta í rekstri: Fyrir stefnumótun starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fiskeldi sem gefin var út 2017 var verið að bjóða að fjárfesta í rekstrinum.

b) Fjárfesta í eldisleyfum: Eftir stefnumótunina og ekki minnst eftir að lög um fiskeldi voru samþykkt á árinu 2019 var aðallega verið að bjóða að fjárfesta í eldisleyfum.

Það var á árinu 2016 og jafnvel fyrr að íslenski leppar erlendra fjárfesta byrja að skoða þann möguleika að gera eldisleyfin að verðmætum með að skrá laxeldisfyrirtækin á erlendan hlutabréfamarkað. Fram til 2016/2017 var því verið að bjóða íslenskum fjárfestum að fjárfesta í rekstri laxeldisfyrirtækja.

Jarðvegurinn undirbúinn

Til að tryggja farveginn inn á erlendan hlutabréfamarkað og gera mögulegt að fá hækkun í hafi á verðmætum eldisleyfa komu stjórnarformenn Arnarlax og Fiskeldis Austfjarða sér í opinberan starfshóp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í stefnumótun í fiskeldi í desember 2016. Höfundur hefur skoðað fundargerðir stefnumótunarhópsins og í fundargerð frá 27. janúar 2017 er byrjað að ræða um verðmæti fyrirtækjanna. Í fundargerð frá 10. febrúar 2017 var umræða um fjármögnun og þar kom m.a. fram að stefnt væri á markað: ,,KÓ greindi frá að tímarammi á skráningu Arnarlax væri sumarið 2018“, en skammstöfunin stendur fyrir Kjartan Ólafsson, stjórnarformann fyrirtækisins. Jafnframt var velt fyrir sér verðmæti fyrirtækisins og fram kemur í fundargerð að ,,KÓ svaraði að markaðurinn mæti það hugsanlega á tugi milljarða“. Vermæti eldisleyfa Arnarlax í lok ársins 2021 voru um 40 milljarðar króna. Ekkert finnst síðan um málið fyrr en í fundargerð frá 14. júlí 2017 þegar fram kemur: ,,Ákveðið að nefndarmenn fái sendar glærur og áhættumatsskýrslu eftir kl. 14 þegar hlutabréfamarkaður í Noregi hefur lokað.“

Stefnumótunin opnaði leiðina

Í skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi, sem gefin var út þann 21. ágúst 2017, var leiðin vörðuð inn á erlendan hlutabréfamarkað. Það sem er athyglisvert við stefnumótunina er það sem ekki var lagt til, þ.e.a.s. enga takmörkun á erlent eignarhald eða stærð fyrirtækja sem opnaði leiðina á erlendan hlutabréfamarkað.

Leiðin var síðan fest í sessi með útgáfu laga um fiskeldi á árinu 2019. Í meginatriðum voru það norskir aðilar sem voru að fjárfesta í laxeldisfyrirtækjunum á árunum 2016/2017 þar til félögin fóru á erlenda hlutabréfamarkaðinn. Arnarlax og Fiskeldi Austfjarða fóru inn á erlendan hlutabréfamarkað á árinu 2020 og Arctic Fish á árinu 2021.

Norðmenn skildu verðmæti eldisleyfanna og gerðu sér grein fyrir að hægt væri að ná miklum ávinningi með að koma laxeldisfyrirtækjunum á erlendan markað. Á þessum tímapunkti var ekki þörf á íslenskum fjárfestum nema til að bæta ímyndina út á við, s.s. fá lífeyrissjóðina að borðinu rétt áður en félögin fóru á erlendan hlutabréfamarkað.

Kaup á leyfum

Í máli Jens Garðars kemur jafnframt fram: „Þetta er alveg tvennt ólíkt. Sjávarútvegurinn er að nýta takmarkaða auðlind en fiskeldið ekki, nema að því leyti að við nýtum svæði sem einhver annar nýtir ekki á meðan. Við mætum með okkar eldisdýr á staðinn og getum farið með þau aftur. Leyfin okkar eru til leigu til 16 ára.“

Í samanburði má benda á að á Íslandi er kvótinn eign og í Noregi eru eldisleyfin eign. Eldisleyfin í Noregi eru varanlega eign en á Íslandi er um að ræða úthlutun eldisleyfa. Í Noregi eru leyfin keypt fyrir háar fjárhæðir en á Íslandi fást þau því sem næst ókeypis (tafla 1).

Sala á leyfum

Á Íslandi fást eldisleyfin því sem næst ókeypis og með að fara með laxeldisfyrirtækin á erlenda hlutabréfamarkaði hefur verðmæti félaganna hækkað mikið í hafi. Verðmæti eldisleyfa, t.d. Arnarlax eru metin á um 40 milljarða á markaði. Fjölmargir íslenskir frumkvöðlar og íslenskir leppar erlendra fjárfesta eru byrjaðir að leysa hagnaðinn til sín með sölu hlutabréfa.

Náðst hefur meira en tífalda þá fjárhæð sem upphaflega var lagt í fyrirtækið við sölu á eignarhlutum eftir að félögin voru komin á erlendan hlutabréfamarkað.

Endurnýjun á leyfum

Eins og fram hefur komið í ársskýrslum norskra laxeldis­ fyrirtækja, sem eru meiri­ hlutaeigendur í laxeldisfyrirtækjum hér á landi, þá er gert ráð fyrir að auðvelt verði að endurnýja leyfin eftir 16 ár og það verði tiltölulega ódýrt.

Það er því vert að spyrja sig hvort það sé í raun einhver munur á eldisleyfum í Noregi og Íslandi þegar upp er staðið. Í þessu samhengi er bent á að eldisleyfi sem fengust frítt í Noregi urðu að varanlegri eign.

Að lokum

Höfundur vinnur nú við samfélagsverkefni gegn spillingu í hálfu starfi. Gagnrýnd hafa verið þau vinnubrögð sem hafa viðgengist við undirbúning og gerð laga um fiskeldi án þess að fá miklar undirtektir.

Nýlega hafa þó átt sér stað ákveðin tímamót í þessu máli þar sem Ríkisendurskoðun ákvað að verða við beiðni matvælaráðherra um úttekt.

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?
Lesendarýni 20. mars 2024

Hvernig stóð á kúfi dauðsfalla eftir að veiran var að mestu horfin?

Mikill fjöldi ótímabærra dauðsfalla á síðustu misserum hefur ekki farið fram hjá...