Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Upprunamerkingar á veitingastöðum
Leiðari 7. júlí 2023

Upprunamerkingar á veitingastöðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir ritstjóri.

Við aukna umfjöllun um upprunamerkingar matvæla á undanförnum mánuðum virðist hafa orðið vitundarvakning meðal neytenda.

Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fólk bendir á ófullnægjandi eða villandi merkingar í verslunum og hafa slík tilfelli nú ratað til Neytendastofu sem hefur tekið ákvörðun gagnvart matvælafyrirtæki vegna óheimillar notkunar á íslenska þjóðfánanum á umbúðum fyrir hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti. Málefni matvælamerkinga hafa einnig ratað inn á þing þar sem ráðherra svaraði fyrirspurn þingmanns, en þar kemur fram að vegna takmarkaðra fjárheimilda Neytendastofu og fjölda lögbundinna verkefna hafi stofnunin ekki haft svigrúm til að fara í almenna heildarskoðun á þessum málum.

Með ört stækkandi veitingamarkaði má velta fyrir sér hvernig utanumhald, yfirsýn og eftirlit er haft með áreiðanlegum upplýsingum um uppruna óforpakkaðra matvæla, sem í boði eru á veitingastöðum og í mötuneytum. Breytt neyslumynstur er að verða til þess að fleiri kjósa að grípa sér eitthvað fljótlegt. Sárafáir, ef einhverjir, veitingastaðir gefa hins vegar upp uppruna, enda er þeim ekki skylt að gera svo. Veitingamarkaðurinn er því hálfgert svarthol, þar sem neytandanum er látið í té að spyrja vilji hann vita og þarf svo að treysta því sem sagt er. Á þeim vettvangi hef ég að undanförnu spurt oft um uppruna hráefna. Sjaldan hafa starfsmenn svör á reiðum höndum og ég sem neytandi hef engar heimildir til þess að láta starfsmennina sanna svör sín ef einhver eru.

Samkvæmt löggjöf fellur eftirlit með óforpökkuðum matvælum í stóreldhúsum undir heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Við skoðun á úttektum á veitingastöðum er ómögulegt að sjá hvort eftirlitsmenn kanni uppruna. Samkvæmt svari frá heilbrigðiseftirliti höfuðborgarinnar hefur það eftirlit með fjölmörgum þáttum matvælalöggjafarinnar í eftirliti sínu á veitingastöðum og matvælafyrirtækjum, þ.m.t. matvælaupplýsingar og rekjanleika. Meginþungi eftirlitsins beinist að eftirliti með ofnæmis- eða óþolsvöldum því það telst vera öryggismál. Spurt er hvort viðkomandi matvælafyrirtæki hafi verklag um fullnægjandi merkingar og kannar hvort hráefni sé rétt merkt. Spurningarnar eru hins vegar almennt orðaðar og ekki flokkaðar sérstaklega eftir tegund matvælaupplýsinga. „Við skoðun á málaskrá Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur get ég ekki séð að það hafi borist kvartanir frá neytendum um skort á upplýsingum um uppruna kjöts á veitingastöðum,“ segir í svari við fyrirspurn.

Í skýrslu samráðshóps um betri merkingar matvæla frá árinu 2020 má finna tólf góðar tillögur að betri merkingum sem fela m.a. í sér tæknilausnir, búvörumerki og átaksverkefni. Ein tillagan er kölluð „finnska leiðin“. Markmiðið er að bæta skilyrði og stöðu neytenda til þess að taka meðvitaða ákvörðun tengda uppruna þeirra matvæla sem á boðstólum eru á þeim stöðum sem selja óforpökkuð matvæli. Árið 2019 tók í gildi reglugerð í Finnlandi sem skyldar staði að upplýsa viðskiptavini sína um uppruna þess ferska kjöts og hakks sem þeir hafa á boðstólum án þess að neytandi þurfi að spyrja starfsmann. Það getur verið gert á töflu sem sýnileg er þegar neytandi mætir á staðinn. Í tillögu starfshópsins er því beint til ráðherra að taka til skoðunar hvort taka eigi upp sambærilegar reglur hér á landi verði reynsla af þessari leið góð í Finnlandi. Slíkt fyrirkomulag yrði til eftirbreytni hér á landi.

Fyrirsjáanleiki og stöðugleiki
Leiðari 20. janúar 2026

Fyrirsjáanleiki og stöðugleiki

Óhætt er að segja að við lifum nú á áhugaverðum tímum, svo ekki sé fastar kveðið...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 16. janúar 2026

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Mercosur-samningurinn verður undirritaður á laugardaginn í Paragvæ eftir meira e...

RÚV og einkamiðlarnir
Leiðari 15. janúar 2026

RÚV og einkamiðlarnir

Ef stofnun fjölmiðils er verulega óskynsamleg hugmynd – jafnvel vitlausari en að...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 18. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Ríkisstjórnin magalenti á árinu. Stóra planið virðist hafa verið að taka svo að ...

Nýtum tækifærin
Leiðari 18. desember 2025

Nýtum tækifærin

Mikill árangur hefur náðst í íslenskum landbúnaði þennan fyrsta fjórðung aldarin...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...