Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Glæra úr fyrirlestri Jude L. Capper. Capper sýndi nokkrar myndir af landbúnaðarsvæðum sem nýtt eru til beitar. Öll dæmin voru á þann veg að án beitar hefðu landsvæðin ekki nokkra notkunarmöguleika til matvælaframleiðslu.
Glæra úr fyrirlestri Jude L. Capper. Capper sýndi nokkrar myndir af landbúnaðarsvæðum sem nýtt eru til beitar. Öll dæmin voru á þann veg að án beitar hefðu landsvæðin ekki nokkra notkunarmöguleika til matvælaframleiðslu.
Leiðari 30. nóvember 2023

Landbúnaðarland

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jude L. Capper prófessor sagði í erindi sínu á afmælisráðstefnu RML að misvísandi skilaboð neikvæðra fregna um landbúnaðarframleiðslu væru að valda því að fólk væri beinlínis með samviskubit yfir því að borða kjöt og drekka mjólk. Hún sagði að upplýsingar hagsmunaafla sem berjast gegn búfjárræktun væru að verða ofan á þegar kemur að því hvað fólk telur vera satt og rétt í umræðum tengdum loftslagsmálum. Með erindi sínu hvatti hún alla til að vara sig á ofureinföldum framsetningum um sjálfbærni tiltekinnar matvælaframleiðslu í samanburði við aðra.

Hún tók dæmi um þá algengu staðhæfingu að búfjárræktun noti 75% af landbúnaðarlandi heimsins. Skilaboðin vekja óhug enda auðveldlega hægt að leiða líkum að því að slík notkun lands sé óhagkvæm í meira lagi. Hún sýndi svo nokkrar myndir af landbúnaðarsvæðum sem nýtt eru til beitar. Öll dæmin voru á þann veg að án beitar hefðu landsvæðin ekki nokkra notkunarmöguleika til matvælaframleiðslu. Þau væru ekki hæf til akuryrkju, hvað þá til banana- eða baunaræktar, af ýmsum ástæðum; þau væru of köld, of þurr, mishæðótt eða næringarsnauð. Hins vegar lifði þar búfé góðu lífi í sátt við umhverfið.

Land er sem sagt ekki það sama og land og horfa þarf til þess við framsetningu upplýsinga um landgæði og möguleika lands til matvælaræktunar. Landsvæði heimsins telur um 14.000 milljón hektarar. Tæpur hálfur milljarður hektara er flokkaður sem landbúnaðarland samkvæmt tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna eða um 37,6% af öllu landsvæði. Landbúnaðarlandi er skipt í þrjá flokka; ræktanlegt land (28%), varanleg ræktun (svo sem ávaxta- og hnetutré) og svo fyrrnefnt beitarland (69%).

Flatarmál góðs ræktarlands á Íslandi er um 600 þúsund hektarar að stærð, en aðeins er um 120 þúsund af þeim í notkun í dag, eða um 20%. Af þessum 600.000 hekturum eru 200.000 ha taldir henta fyrir tún og grænfóður, en er of kalt fyrir bygg og hveiti. Um 380.000 ha er talið henta fyrir tún, grænfóður og bygg en um 20.000 ha henta fyrir grænfóður, bygg og hveiti og þá einkum á Suðurlandi.

Í fréttaskýringu hér í tölublaðinu er talað um að vernda þurfi það landsvæði sem hentar vel til matvælaræktunar svo því verði ekki ráðstafað til annarra nota með óafturkræfum hætti. Dæmi eru um að góð sauðfjárræktarlönd hafi verið keypt upp í þeim tilgangi að rækta eingöngu skóga. Fjallað hefur verið um svipuð málefni í ýmsum erlendum fjölmiðlum, til að mynda var slík umfjöllun í Bretlandi í haust, þar sem grænþvottur fjársterkra stórfyrirtækja er að eiga sér stað á kostnað þarlendrar matvælaframleiðslu sem sé beinlínis teflt í tvísýnu vegna þessa.

Verði þingsályktunartillaga, byggð á hvítbók um skipulagsmál, samþykkt nú í vor mun það vera á ábyrgð sveitarfélaga að standa vörð um okkar ræktunarland og bera því tiltekna ábyrgð á að tryggja að hér verði stuðlað að fæðuöryggi. Góðu landbúnaðarlandi er best komið í ræktun því það land er líklegast til að tryggja lágt kolefnisfótspor innlendrar framleiðslu.

Íslenskir bændur eru nefnilega fyrirmyndarfulltrúar umhverfisvænnar matvælaframleiðslu og er rétt að minna á að hér eru starfandi nautgripabændur, mjólkur- og kjötframleiðendur, sem með loftslagsvænum búskap binda meira kolefni en starfsemi þeirra losar. Við þurfum því ekki að hafa samviskubit yfir neyslu á íslenskri mjólk og nautakjöti þrátt fyrir að misvísandi framsetning með meðaltalsútreikningum á heimsvísu gæti gefið tilefni til annars.

Lágmarkskröfurnar
Leiðari 11. október 2024

Lágmarkskröfurnar

Tíunda grein laga um velferð dýra fjallar um getu, hæfni og ábyrgð umsjónarmanna...

Að vernda landbúnaðarland
Leiðari 1. október 2024

Að vernda landbúnaðarland

Margir tengja Hornafjörð við kartöflur enda eru þar mikil og góð ræktarsvæði sem...

Áhrifavaldið
Leiðari 30. ágúst 2024

Áhrifavaldið

Svo bar til tíðinda í síðustu viku að gúrkuskortur í matvöruverslunum á Íslandi ...

Slök frammistaða
Leiðari 16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Í þessu tölublaði Bændablaðsins er fjallað um stóran rekstrarþátt ylræktarframle...

Skín við sólu Skagafjörður
Leiðari 11. júlí 2024

Skín við sólu Skagafjörður

Eftirfarandi línur úr fyrsta erindi hins tilkomumikla ljóðs Matthíasar Jochumsso...

Af íslenskum matjurtum
Leiðari 27. júní 2024

Af íslenskum matjurtum

Tíminn er núna til að taka forskot á sæluna og leita uppi brakandi ferskar íslen...

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...

Heilgrilluð nautalund
30. apríl 2021

Heilgrilluð nautalund

Slök frammistaða
16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Notalegt hálsskjól
18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Heilsteikt nautalund
10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund