Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Starfsmenn Skógræktarfélags Íslands sem önnuðust gagnavinnslu og gagnagerð á ensku, stolt með staðfestingarskjalið frá Bureau Veritas. Frá vinstri Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur, Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur og Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur.
Starfsmenn Skógræktarfélags Íslands sem önnuðust gagnavinnslu og gagnagerð á ensku, stolt með staðfestingarskjalið frá Bureau Veritas. Frá vinstri Þórveig Jóhannsdóttir skógfræðingur, Jón Ásgeir Jónsson skógfræðingur og Ragnhildur Freysteinsdóttir umhverfisfræðingur.
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Höfundur: Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar.

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkvæmt kröfum alþjóðlega staðlsins ISO 14064-2 fyrir kolefnisbindingu, með það að markmiði að öðlast alþjóðlega viðurkenningu.

Til samstarfs valdi Kolviður Bureau Veritas sem er alþjóðleg óháð vottunarstofa með 1.400 skrifstofur og rannsóknarstofur í 140 löndum.

Bureau Veritas er opinber CDP vottunaraðili, GRI Gold Community Member, an AA1000AS Licensed Provider og UKAS accredited ISO 14064 Part 1 og Part 2 Verifier/Validator.

Bureau Veritas er einnig tilnefndur aðili undir Sameinuðu þjóðunum fyrir vottun á Clean Development Mechanisms (CDM/JI) og EU Emissions Trading Scheme (EU ETS) vottun. Staðallinn samanstendur af kröfum m.a. um skýra lýsingu verkefna, magngreiningu, gagnastýringu, vöktun og upplýsingaskyldu. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eða styrk þeirra í andrúmsloftinu.

Kolefnisbinding með skógrækt er ein skilvirkasta og umhverfisvænsta aðferð til kolefnisbindingar en tekur nokkurn tíma og því mikilvægt að henni sé stýrt samkvæmt vottuðu ferli. Í byrjun maí sl. staðfesti Bureau Veritas að verkferlar og skil- greining verkefna Kolviðar uppfylltu kröfur ISO 14064-2 staðalsins fyrir kolefnisbindingu.

Þetta er mikilvægur áfangi og héðan í frá verður öllum nýrri og eldri verkefnum Kolviðar stýrt samkvæmt vottuðu ferli. Keypt kolefnisbinding hjá Kolviði er skráð í sérstakan gagnagrunn sem og mæld raungerð kolefnisbinding. Geta kaupendur því fengið samanteknar upplýsingar um keypt magn og raungerða kolefnisbindingu í framtíðinni.

Kolviður er með um 270 þúsund tonn CO2e í bindingarferli fyrir um 190 aðila og nokkur þúsund einstaklinga með um 2 milljónir trjáa til bindingar á kolefni.

Kolviður gerir afnotasamninga um land við landeigendur til 55 ára og reiknar 50 ára vaxtartíma trjánna til bindingar. Kolviður er nú með 8 afnotasamninga um land allt, samtals um 1.300 ha.

Kolviður – sjóður var stofnaður 2006 og er starfsemin óhagnaðardrifin. Kolviður er í eigu Skóg- ræktarfélags Íslands og Landverndar og hefur það að markmiði að binda kolefni með skógrækt.

Kolviður hefur frá upphafi lagt áherslu á að nýta bestu þekkingu fagfólks sem er nú að skila sér í framangreindri viðurkenningu.

Öll verkefni Kolviðar frá upphafi hafa verið í loftslagsbókhaldi Íslands.

Kolviður þakkar öllum þeim sem treyst hafa Kolviði til að annast kolefnisbindingu fyrir sig og þeim landeigendum sem ljáð hafa land
undir skógræktina.

Gróðursetning á Geitasandi fyrir fimmtán árum síðan
Staða gróðursins í dag.

Skylt efni: Kolviður

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...