Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 15. júlí 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Enn eitt skiptið er sú fráleita staða uppi á hinu háa Alþingi að lýðræðið stendur fast í málþófi minnihlutans. Þetta er gömul saga og ný. Ekkert bendir til þess að ein stjórnarandstaðan sé verri en önnur. Þær hafa meira og minna allar stundað málþóf þegar þær hafa verið ósáttar við mál sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur viljað koma í gegnum þingið. Einhvers konar samkomulag virðist ríkja um það á meðal stjórnmálaflokkanna að svona skuli þetta vera þrátt fyrir að þessi bolabrögð séu augljóslega þinginu til minnkunar.

Ástæðan fyrir því að þessi ósiður hefur ekki verið lagður af er sá að þingmenn vilja eiga þetta vopn uppi í erminni þegar þeir lenda í minnihluta, burt séð frá því þótt þeir hafi hatast við það þegar þeir voru í meirihluta. En spurningin er hvort Alþingi sé á því þroskaskeiði að geta komist að samkomulagi um heilbrigðari og árangursríkari leið til þess að eiga í samskiptum um erfiða hluti, um þingmál sem lítið eða ekkert samkomulag er um þrátt fyrir lögbundna meðhöndlun í stjórnkerfi og þingi.

Jafn kjánalegt og málþófið er þá er það augljóslega sprottið af skorti á úrræðum sem minnihluti hvers tíma hefur til þess að hafa áhrif á niðurstöðu mála. Ætla mætti að þetta ætti alveg sérstaklega við þegar um lagasetningu er að ræða sem í einhverjum skilningi felur í sér óafturkræfar breytingar eða varanlegan skaða fyrir hóp eða hópa í samfélaginu. Og þó að ekki hafi öll málþófsefni verið af því tagi í gegnum árin þá er ástæða til þess að Alþingi endurskoði þessi vinnubrögð sín. Þau eru því ekki sæmandi eins og þingstörf síðustu daga og vikna hafa leitt í ljós.

En hver er þá lausnin? Hvaða úrræði gæti þingminnihlutinn sætt sig við gegn því að missa málþófsvopnið? Ein leiðin er að vísa erfiðum málum til þjóðaratkvæðis. Sumar þjóðir hafa þróað þá leið með ágætum árangri. Um og upp úr hruni spratt umræða hér á landi um opið lýðræði í þessum skilningi en hún lognaðist skyndilega út af án þess að niðurstaða fengist. Með þessu væri það einfaldlega viðurkennt að Alþingi réði ekki við lýðræðislega umræðu og vinnuferla sem því miður virðist oft og iðulega vera raunin.

En vafalaust er einhver önnur og einfaldari leið til þess að skera á þennan hnút sem störf Alþingis lenda reglulega í. Lausnin yrði að fela í sér eitthvert tól sem minnihlutinn getur sætt sig við og kæmi í stað þess kúgunartækis sem hann beitir nú. Verkefnið er í rauninni alveg skýrt og við verðum að geta treyst Alþingi til þess að finna lausnina á því. Ástandið á þessari æðstu stofnun landsins er sem stendur niðurlægjandi fyrir hana sjálfa og okkur öll.

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 4. desember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Stofnanir og fyrirtæki á þessu landi virðast mörg hver vera orðin þreytt á því a...

Fæðuöryggi og landbúnaður
Leiðari 4. desember 2025

Fæðuöryggi og landbúnaður

Umræðan um fæðuöryggi er alltaf að taka á sig skýrari mynd. Atvinnuvegaráðherra ...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. nóvember 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Tregðan til þess að seinka klukkunni hér á landi er sorglegt dæmi um íhaldssemi ...

Mikill vöxtur í landeldi
Leiðari 20. nóvember 2025

Mikill vöxtur í landeldi

Mikill vöxtur er fyrirsjáanlegur í íslensku landeldi á næstu árum, eins og fram ...

Vannýtt tækifæri
Leiðari 6. nóvember 2025

Vannýtt tækifæri

Hlutfall innlendrar búvöruframleiðslu á íslenskum matvörumarkaði hefur dregist s...

Jarmað, hneggjað, baulað ...
Leiðari 24. október 2025

Jarmað, hneggjað, baulað ...

Varla hefur farið fram hjá mörgum að mikill þrýstingur á auknar virkjanaframkvæm...

Út í óvissuna
Leiðari 23. október 2025

Út í óvissuna

Ljóst er að það markmið frumvarps atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögu...

Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamn...