Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heiðarleg tilraun
Leiðari 2. desember 2022

Heiðarleg tilraun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ég sat Matvælaþing í Hörpu í síðustu viku. Með viðburðinum sköpuðu forsvarsmenn matvælaráðuneytisins vettvang fyrir áhugasöm til að taka þátt í að móta heildarsýn fyrir einn víðtækan málaflokk, sem snertir okkur öll. Forsendan var ný matvælastefna og meginstef dagskrárliða voru pallborð, sjö talsins. Hverju þeirra var ætlað að fjalla um einstaka kafla/efnisþætti stefnunnar.

Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins

Hópurinn sem valinn var til svara í pallborði var afskaplega fjölbreyttur, enda eru matvæli málefni sem hafa snertifleti við margar þekkingar- og atvinnugreinar, framleiðslu, vinnslu og dreifingu. Eflaust var valin manneskja í hverju rúmi, en svo virtist allur gangur á því hvort þessir velvöldu gestir hefðu á annað borð lesið þann kafla stefnunnar sem til umræðu var á tilteknu pallborði.

Þannig var auðheyrt að sumir komu vel undirbúnir og með áhugaverðar nálganir, tilbúnir að skiptast efnislega á skoðunum út frá þeirra sérþekkingu, sem bættu lagi ofan á þær hugmyndir sem fram voru komnar í tilteknum kafla. Aðrir virtust því miður helst nýta dagskrárvaldið með því að koma sér eða sinni stofnun/ fyrirtæki/málefni á framfæri. Oft voru skilaboð þeirra tengd á afar undarlegan hátt við þau efnistök sem til umfjöllunar voru, og ekki til þess fallnar að krydda lýðræðislegt ferli á mótun matvælastefnu með öðru en kjánahrolli.

En gott og vel. Eftir almenn skoðanaskipti í pallborðum gafst gestum þingsins tækifæri til að varpa fram spurningum til þeirra sem á sviði stóðu gegnum smáforrit. Spurningarnar birtust á risaskjá og aðrir fundargestir gátu svo haft áhrif á hverjar þeirra yrðu teknar til umræðu, með rafrænum þumalputtum. Áhugaverð nýlunda þar. En aftur, þá féllu oft margar fyrirspurnir í svartholið, einfaldlega vegna þess að þær voru settar fram til að koma á framfæri skoðunum sem of oft innihéldu staðhæfingar sem stóðust bara alls ekki skoðun.

Ekki reyndist heldur tími til að fara djúpt ofan í tiltekin málefni, en það bíður eflaust betri tíma og æskilegra færis. Enda er stefnu sem þessari ekki ætlað að tækla vandamál tiltekinna greina, eða taka afstöðu til málefna sem eru í deiglunni. Henni er þvert á móti ætlað að vera grunnur sem aðgerðaráætlanir eiga síðar að hvíla á.

Pallborðin sjö voru heiðarleg tilraun til að skapa málefnalegar umræður. Uppleggið var áhugavert og fólkið ólíkur þverskurður af þjóðfélaginu og fulltrúum ólíkra greina og hugmyndafræða.

Matvælaþingið var haldið í fyrsta sinn og fram kom í máli ráðherra að vonir stæðu til að viðburðurinn yrði árviss. Fagna ber slíkum tilefnum, þar sem fólk kemur saman og tekur stöðuna á fæðukerfum okkar. Þar fær stjórnvaldið tækifæri til að hlera það sem brennur á hagsmunaaðilum framleiðslukerfis matvæla.

Stefnan, eins og hún birtist ráðstefnugestum, mun nú vera fínpússuð miðað við það sem fram kom á Matvælaþinginu. Verður hún svo lögð fram á Alþingi í vor þar sem hún fer í gegnum hefðbundið stjórnsýsluferli – en þar gefst hverjum sem er tækifæri á að koma fram með tillögur að lagfæringum og betrumbótum á þessari vonandi samstilltu matvælastefnu þjóðarinnar.

Veðuröfl
Leiðari 13. júní 2024

Veðuröfl

Margt hefur verið að frétta í íslensku samfélagi að undanförnu. Forsetakosningar...

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu
Leiðari 4. júní 2024

Kolviður hlýtur alþjóðlega viðurkenningu

Kolviður hefur unnið að því sl. tvö ár að skilgreina verkferla og verkefni samkv...

Stuðningskerfi framtíðar
Leiðari 30. maí 2024

Stuðningskerfi framtíðar

Núverandi búvörusamningar gilda til og með 31. desember 2026. Því ætti nýtt stuð...

Að fletta blaðinu
Leiðari 16. maí 2024

Að fletta blaðinu

Nýlega bárust okkur gleðifregnir um magnaða ljósmynd. Forsíðumynd Sigurðar Más H...

Sérmerktar svínavörur
Leiðari 24. apríl 2024

Sérmerktar svínavörur

Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri og ábyrgari við vöruval. Þó að verðmiði...

Orð eru til alls fyrst
Leiðari 12. apríl 2024

Orð eru til alls fyrst

Góður fjölmiðill dregur saman upplýsingar, kemur á framfæri ólíkum sjónarmiðum, ...

Pylsan og merkið
Leiðari 21. mars 2024

Pylsan og merkið

Upprunamerkið Íslenskt staðfest var mikið rætt á nýafstöðnu Búnaðarþingi. Við se...

Beðið eftir jarðræktarmiðstöð
Leiðari 7. mars 2024

Beðið eftir jarðræktarmiðstöð

Sex ár eru síðan Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands flutti frá Korpu e...