Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Hinn hefðbundni fagfundur sauðfjárræktarinnar sem fagráð í sauðfjárrækt stendur fyrir verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal) kl. 10-17 fimmtudaginn 21. mars. Erindi þar eru fjölbreytt að vanda og greina frá niðurstöðum ýmissa rannsókna- og þróunarverkefna í sauðfjárrækt, meðal annars tengd riðu, fóðrun og meðferð, forystufé, sjúkdómum og kjötgæðum auk verðlaunaveitinga fagráðsins.

Í tilefni af 80 ára afmæli Tilraunabúsins á Hesti efnir Landbúnaðarháskóli Íslands til veglegrar afmælisráðstefnu.  Í kjölfar fagþingsins byrjar ráðstefnan að Hesti kl. 18 fimmtudagskvöldið 21. mars með erindum sem rekja sögu búsins, fyrstu tilraunirnar, þýðingu búsins fyrir ráðgjöf í íslenskri sauðfjárrækt ásamt umfjöllun um starfsemina í dag. Að þessum erindum loknum verða veitingar og sögustund í fjárhúsunum. Eru fyrrum starfsmenn, nemendur, nágrannar og aðrir sérstaklega hvattir til að rifja upp sögur frá Hesti.

Föstudaginn 22. mars frá kl. 9 til 17 verður ráðstefnunni fram haldið í Ásgarði á Hvanneyri (Ársal).  Fyrri hluti dagskrárinnar gengur út á að rifja upp og skýra áhrifin af starfsemi Tilraunabúsins á Hesti síðustu 80 árin. Erindin fjalla um ræktun Hestfjárins, skipulag afkvæmarannsókna, stakerfðavísa, frjósemi og sæðingar, holdastigun, fóðurtilraunir á húsi, fjölbreyttar beitarrannsóknir, rúning, litaerfðir og ullarrannsóknir, rannsóknir á vexti, þroska og skrokkeiginleikum.

Í seinni hluta dagskrárinnar er horft til framtíðar varðandi áherslur á komandi áratugum, hvernig búið og sú starfsemi LbhÍ og samstarfsaðila sem tengist sauðfjárrækt getur nýst greininni sem allra best. Meðal annars verða ræddar nýjar aðferðir og áherslur í kynbótum, erfðarannsóknum, fóðrun, meðferð og bútækni.

Áformað er að dagskránni ljúki á hátíðlegum nótum með afmæliskaffi, stuttum ávörpum gesta og formlegum ráðstefnuslitum nálægt kl 17. Bæði fagfundinum á fimmtudeginum og afmælisráðstefnunni á föstudeginum verður streymt og verður það kynnt nánar þegar nær dregur.  

Fyrir þá sem koma lengra að og vilja fylgja dagskrá báða dagana er rétt að huga fljótt og vel að gistimöguleikum á svæðinu. Hver og einn sér um sig í þeim efnum en nokkuð úrval gistimöguleika mun vera í Borgarfirði.   Hægt er að kaupa hádegismat í mötuneytinu á Hvanneyri báða dagana, þ.e. á fagþinginu á fimmtudeginum og á afmælisráðstefnunni á föstudeginum. Kaffihressing í fundarhléum fylgir í þeim kaupum. LbhÍ mun svo bjóða upp á veitingar að Hesti á fimmtudagskvöldinu og afmæliskaffið í ráðstefnulok á föstudeginum.

Mjög mikilvægt er að fá skráningar í matinn fyrirfram, í síðasta lagi 15. mars, til að áætla megi fjölda sem réttast. Skráningar verða á vefsíðum/Facebook, með tölvupósti ritari@lbhi.is og í síma LbhÍ 433 5000. Skráið ykkur eftir einni af þessum leiðum og það sem þarf að koma fram er nafn þátttakenda, og hvort mæting er áformuð á A) fagfund sauðfjárræktarinnar, B) afmælisviðburð á Hesti fimmtudagskvöldið 21. mars og C) afmælisráðstefnu á Hvanneyri föstudaginn 22. mars.

 

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...