Að tryggja afkomu
Mynd / Alþingi
Skoðun 17. desember 2021

Að tryggja afkomu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nú er senn að baki annað árið í sérkennilegu ástandi vegna heimsfaraldurs af völdum Covid-19. Hugsanlega er langt í að jarðarbúar upplifi það sem kalla mætti „eðlilegt“ ástand að nýju og jafnvel að breyttur veruleiki vegna veirusjúkdóma sé hið nýja eðlilega ástand.

Þrátt fyrir allt þá hefur mannskepnan alltaf reynt að aðlagast breyttum aðstæðum og vel flestir Íslendingar í dag þurfa svo sem ekkert að vera að væla og hafa það bara ágætt. Alltaf eru samt einhverjir sem hafa ekki tök á að krafla sig upp í samfélaginu af eigin rammleik og lifa við sárafátækt, vegna ýmiss konar veikinda og fötlunar. Það er til hreinnar skammar hvernig komið er fram við það fólk af hálfu okkar sameiginlega ríkiskerfis. Þar er það engin kórónaveira sem hægt er að fela sig á bak við sem stýrir þeim gjörningum, heldur lifandi fólk, sem er okkar fulltrúar á Alþingi. 

Ekki má heldur gleyma öldruðum, sem töldu sig vera að búa í haginn til efri áranna með stofnun lífeyrissjóða í lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Þá var skýrt tekið fram að þeir áttu að vera uppbót á lágmarksgreiðslur almannatrygginga, en ekki að koma í stað þeirra.

Hvern hefði þá grunað að fulltrúar almennings á hinu háa Alþingi myndu smám saman reyna að koma því þannig fyrir að sjóðirnir yrðu fyrst og fremst nýttir í þágu ofurríkra fjármálamanna til að leika sér með og sem fastur hluti af lífeyrisgreiðslukerfi ríkisins? Það er því ekkert skrítið að margir lífeyrisgreiðendur upplifi þetta sem hreinan þjófnað á því lífeyristryggingafé sem þeir hafa lagt til hliðar með skylduaðild á langri starfsævi. Í ljósi botnlausra skerðinga í kerfinu er þetta ekki bara huglæg upplifun, heldur sorgleg staðreynd.

Af hverju í fjáranum ætti fólk svo að vera tilbúið að leggja um og yfir 15% af sínum launatekjum í slíka fjárglæfraspilamennsku?

Tilgangurinn með stofnun lífeyris­sjóðanna kemur skýrt fram í söguágripi Alþýðusambands Íslands, en þar segir m.a.:

„Einn af mikilvægustu áföngunum í baráttu íslenskrar verkalýðshreyfingar er kjarasamningur ASÍ og VSÍ frá 1969 um stofnun almennra lífeyrissjóða fyrir alla launamenn. Samningurinn skyldar launagreiðanda til þess að taka þátt í að greiða í lífeyrissjóð fyrir starfsmenn sína og tryggja þeim þannig lífeyrisréttindi við starfslok vegna aldurs eða örorku og sömuleiðis eftirlifandi maka og börnum lífeyri við andlát.“

Lög um skylduaðild allra launamanna að lífeyrissjóðum voru síðan sett árið 1974, og tóku líka til þeirra sem voru utan verkalýðsfélaga. Síðan segir í ágripi ASÍ:

„Með kjarasamningi milli Alþýðu­sambands Íslands og Samtaka atvinnurekenda frá 19. maí 1969 var gert samkomulag um að frá 1. janúar 1970 skyldu starfræktir söfnunarlífeyrissjóðir á félagslegum grunni samtryggingar og var þeim ætlað að vera viðbót við almannatryggingarkerfið og standa undir verulega bættum kjörum lífeyrisþega sem mikil þörf var á.

Til að tryggja öllum launamönnum lágmarksrétt var kveðið á um skylduaðild allra félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem að lífeyrissjóðnum standa og skyldu sjóðirnir veita öllum sjóðfélögum sama rétt fyrir sömu iðgjöld án tillits til aldurs við iðgjaldagreiðslu, kynferðis eða starfs.“

Við verðum þó að vona að hætt verði að ganga á rétt fólks hvað afkomutryggingar áhrærir. Með þá von í brjósti vil ég þakka öllum lesendum Bændablaðsins ánægjulega samfylgd á árinu sem er að líða.

Bestu óskir um gleðileg jól og megi gæfan vera með ykkur á nýju ári.

– Hörður Kristjánsson

Skylt efni: lífeyrissjóðir | lífeyri

Skrítnir tímar
Skoðun 14. janúar 2022

Skrítnir tímar

Við upplifum skrítna tíma þessi miss­erin í skugga kórónuveiru sem stöðugt er að...

Saman stöndum vér
Skoðun 13. janúar 2022

Saman stöndum vér

Í upphafi vil ég óska öllum lesendum Bænda­blaðsins  gleðilegs árs og þakka fyri...

Íslenskt timbur, já takk!
Skoðun 6. janúar 2022

Íslenskt timbur, já takk!

Íslenskt timbur er gott timbur. Það er sjálfbært, vistvænt og vel vaxið. Í þjóðs...

Bændur og þjóðaröryggi
Skoðun 4. janúar 2022

Bændur og þjóðaröryggi

Í skýrslu um fæðuöryggi á Íslandi, sem kom út fyrr á þessu ári, er fjallað með í...

Hagkvæmari mjólkurpottur með minna kolefnisspori
Skoðun 22. desember 2021

Hagkvæmari mjólkurpottur með minna kolefnisspori

Ein stærsta áskorun innlends landbúnaðar næstu ár er að draga úr losun gróður­hú...

Að tryggja afkomu
Skoðun 17. desember 2021

Að tryggja afkomu

Nú er senn að baki annað árið í sérkennilegu ástandi vegna heimsfaraldurs af völ...

Nýjar áskoranir á nýju ári
Skoðun 16. desember 2021

Nýjar áskoranir á nýju ári

Ágæti lesandi, nú líður að áramótum og er vert að fara yfir liðið ár og hvar við...

Sjálfbær landnýting og vinna við drög að reglugerð
Skoðun 10. desember 2021

Sjálfbær landnýting og vinna við drög að reglugerð

Lög um landgræðslu nr. 155/2018 voru samþykkt 14. desember 2018 með 60 atkvæðum ...