Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Prjónahönnuðirnir, þær Magnea Einarsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Ýr Jóhannesdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Andrea Fanney Jónsdóttir.
Prjónahönnuðirnir, þær Magnea Einarsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Ýr Jóhannesdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Andrea Fanney Jónsdóttir.
Mynd / Þórdís Reynisdóttir
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar staðið fyrir röð stuttra sýninga og viðburða í vetur - Prjónavetri - þar sem áherslan hefur verið á prjónahönnun og stöðu prjónaiðnaðar hérlendis.

Í kjölfar Hönnunarmars lýkur Prjónavetri listasafnsins, þar sem hægt er að kynna sér framleiðslu og hönnun íslensks prjónavarnings frá sl. tveimur áratugum.

Þar fléttast inn í áhrif skapandi greina og nýsköpunar auk samstarfs hönnuða og listamanna við íslenskar prjónaverksmiðjur sem framleitt hafa margar af þekktustu hönnunarvörum landsins sem margar hafa náð heimsathygli.

Markmið sýningarinnar er að gefa gestum kost á að sjá vandaðar vörur sem hafa vakið athygli og fengið verðuga viðurkenningu fyrir hönnun, útfærslu og framleiðslu – og geta lesendur Bændablaðsins náð í skottið á sýningunni sem lýkur helgina 12.–13. apríl, en opið er á milli klukkan 13–17.

Listasafn Sigurjóns er staðsett á Laugarnestanga 70 og hýsir höggmyndir og teikningar Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara sem lést í Reykjavík árið 1982. Auk þess að kynna list Sigurjóns býður safnið almennt upp á sýningar á verkum annarra listamanna og yfir sumartímann eru vikulega haldnir tónleikar sem hafa skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkurborgar.

Skylt efni: hönnunarmars

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...