Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Mynd / Helga María Jóhannsdóttir
Líf og starf 1. júlí 2022

Mest flutt út til Þýskalands og Japan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mest af þeim dúni sem safnað er og unninn hér á landi er flutt út. Árið 2021 voru alls flutt út 3.839 kíló af dúni fyrir 637.931.570 krónur, eða að meðaltali 166.171 krónur fyrir kílóið.

Verð á dúni er sveiflukennt. Árið 2013 voru útflutningstekjur af honum tæpar 600 milljónir króna og salan góð næstu ár þar á eftir en síðan dróst salan saman og verðið lækkaði. Eftirspurn jókst aftur á síðasta ári og verð hefur verið að hækka og horfur á sölu góðar árið 2022, samkvæmt heimildum Bændablaðsins.

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt út 1.166 kíló af hreinsuðum en óþvegnum æðardúni árið 2021 fyrir 205.7440.26 krónur á fob-verði, eða 176.453 krónur að meðaltali kílóið.

Sama ár voru flutt út 2.673 kíló af hreinsuðum og þvegnum dúni fyrir 432.187.542 krónur á fob-verði, eða 161.686 krónur að meðaltali kílóið.

Dúnninn er fluttur til margra landa en Japan og Þýskaland eru langstærstu kaupendurnir og voru flutt um 6,4 tonn af dúni til Þýskalands og tæp 1,4 tonn til Japans árið 2021.

Skylt efni: æðardúnn | æðarfugl

Listaverk úr íslensku byggi
Líf og starf 29. janúar 2026

Listaverk úr íslensku byggi

Listamaðurinn og hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead undirbýr sýningu í HAKK gallery...

Vetur í stofunni
Líf og starf 26. janúar 2026

Vetur í stofunni

Að ýmsu er að hyggja til að halda pottaplöntum heilbrigðum og fallegum yfir vetr...

Öxin kysst
Líf og starf 26. janúar 2026

Öxin kysst

Þann 12. janúar voru 195 ár liðin frá því að Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigur...

Enn lengur á Biðstofunni, takk!
Líf og starf 16. janúar 2026

Enn lengur á Biðstofunni, takk!

Nú er að hefjast ein skemmtilegasta sjónvarpsveisla ársins með Evrópumótinu í ha...

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...