Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Dúnmikil æðarfuglshreiður gefa vel af sér.
Mynd / Helga María Jóhannsdóttir
Líf og starf 1. júlí 2022

Mest flutt út til Þýskalands og Japan

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mest af þeim dúni sem safnað er og unninn hér á landi er flutt út. Árið 2021 voru alls flutt út 3.839 kíló af dúni fyrir 637.931.570 krónur, eða að meðaltali 166.171 krónur fyrir kílóið.

Verð á dúni er sveiflukennt. Árið 2013 voru útflutningstekjur af honum tæpar 600 milljónir króna og salan góð næstu ár þar á eftir en síðan dróst salan saman og verðið lækkaði. Eftirspurn jókst aftur á síðasta ári og verð hefur verið að hækka og horfur á sölu góðar árið 2022, samkvæmt heimildum Bændablaðsins.

Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt út 1.166 kíló af hreinsuðum en óþvegnum æðardúni árið 2021 fyrir 205.7440.26 krónur á fob-verði, eða 176.453 krónur að meðaltali kílóið.

Sama ár voru flutt út 2.673 kíló af hreinsuðum og þvegnum dúni fyrir 432.187.542 krónur á fob-verði, eða 161.686 krónur að meðaltali kílóið.

Dúnninn er fluttur til margra landa en Japan og Þýskaland eru langstærstu kaupendurnir og voru flutt um 6,4 tonn af dúni til Þýskalands og tæp 1,4 tonn til Japans árið 2021.

Skylt efni: æðardúnn | æðarfugl

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Berjaflóra Íslendinga
Líf og starf 10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Ber eru nú í óðaönn að stinga upp kollinum og alltaf notalegt að fara eins og ei...

Brögðóttur Aðalsteinn
Líf og starf 10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Briddssveitir Infocapital og Hótel Norðurljósa tókust á í höfuðstöðvum Bridgesam...

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu
Líf og starf 9. september 2024

Sveppir fyrir húð, hár og heilsu

Nú þykir einhverjum fyrirsögnin sérkennileg, enda ef við hugsum okkur húð- eða h...

Að brúka bekki
Líf og starf 9. september 2024

Að brúka bekki

Nýverið kortlagði Vestmannaeyjabær tvær gönguleiðir þar sem tryggt er að ekki sé...

„Við vorum ekki Akureyringar“
Líf og starf 6. september 2024

„Við vorum ekki Akureyringar“

Rit Sögufélags Eyfirðinga, Súlur, er komið út og færir fjölbreytt efni að venju ...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Bændur selja Búsæld
13. september 2024

Bændur selja Búsæld

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun