Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Mynd / Matís
Líf og starf 15. október 2020

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum

Höfundur: smh

Nýsköpunarkeppninni MAKE-athon á Íslandi, sem gekk út á að finna lausnir til að bæta nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi, lauk formlega 18. september með lokaathöfn og verðlaunaafhendingu. Tíu teymi kepptu með alls 50 þátttakendum og varð niðurstaðan að tvö lið voru útnefnd sigurvegarar; SOS-hópurinn sem framleiddi eins konar „pepperóní“ eða nasl úr fiskafgöngum og Otoseed-hópurinn sem framleiddi pappír úr fiskbeinum sem hefur þann eiginleika að upp úr honum spretta blóm, sé hann vökvaður.

MAKEathon á Íslandi var í umsjón Matís og stóð yfir í eina viku á fjórum stöðum á Íslandi; Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað og Bolungarvík/Ísafirði, þar sem þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn spreyttu sig á verkefninu „Hvernig getum við aukið verðmæti hliðarafurða í sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari?“

MAKEathon á Íslandi er hluti sambærilegra evrópskra viðburða sem eru rekin undir verkefninu MAKE-it, sem stofnað var af EIT FOOD – sem er hluti af undirstofnun Evrópusambandsins. Í þessum verkefnum er lögð áhersla á sjálfbærni og nýsköpun meðal annars í matvælaframleiðslu í Evrópu.

Viðburðurinn fór að mestu fram með fjarfundarbúnaði og í gegnum samfélagsmiðla – og sömuleiðis lokaathöfnin. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við FabLab á Íslandi og gefur þátttakendum frábært tækifæri til að kynnast nýsköpunarumhverfinu betur og jafnframt tækifæri til að þróa eigin vöru í kjölfar MAKEathon. 

Saltfiskur fyrir fjóra
Líf og starf 23. maí 2024

Saltfiskur fyrir fjóra

Saltaður þorskur er mjög vinsæll hjá þjóðum Suður-Evrópu og tengist þar um slóði...

Hjón hlutu samfélagsverðlaun
Líf og starf 22. maí 2024

Hjón hlutu samfélagsverðlaun

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í níunda sinn við setningu Sæluviku Sk...

Þarfasti þjónninn
Líf og starf 22. maí 2024

Þarfasti þjónninn

Bændablaðið fékk til prufu rafmagnaða útgáfu af minnsta Weidemann skotbómulyftar...

Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun
Líf og starf 21. maí 2024

Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun

Garðyrkjuverðlaun voru veitt á hinni árlegu hátíðarathöfn Garðyrkjuskólans á sum...

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin
Líf og starf 20. maí 2024

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin

Þeir voru ekki margir sem komust í slemmu með spil austur-vestur á Kjördæmamótin...

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...