Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr.
Mynd / Matís
Líf og starf 15. október 2020

Fiski-nasl úr afskurði og blómapappír úr beinum

Höfundur: smh

Nýsköpunarkeppninni MAKE-athon á Íslandi, sem gekk út á að finna lausnir til að bæta nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi, lauk formlega 18. september með lokaathöfn og verðlaunaafhendingu. Tíu teymi kepptu með alls 50 þátttakendum og varð niðurstaðan að tvö lið voru útnefnd sigurvegarar; SOS-hópurinn sem framleiddi eins konar „pepperóní“ eða nasl úr fiskafgöngum og Otoseed-hópurinn sem framleiddi pappír úr fiskbeinum sem hefur þann eiginleika að upp úr honum spretta blóm, sé hann vökvaður.

MAKEathon á Íslandi var í umsjón Matís og stóð yfir í eina viku á fjórum stöðum á Íslandi; Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað og Bolungarvík/Ísafirði, þar sem þátttakendur með fjölbreyttan bakgrunn spreyttu sig á verkefninu „Hvernig getum við aukið verðmæti hliðarafurða í sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari?“

MAKEathon á Íslandi er hluti sambærilegra evrópskra viðburða sem eru rekin undir verkefninu MAKE-it, sem stofnað var af EIT FOOD – sem er hluti af undirstofnun Evrópusambandsins. Í þessum verkefnum er lögð áhersla á sjálfbærni og nýsköpun meðal annars í matvælaframleiðslu í Evrópu.

Viðburðurinn fór að mestu fram með fjarfundarbúnaði og í gegnum samfélagsmiðla – og sömuleiðis lokaathöfnin. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við FabLab á Íslandi og gefur þátttakendum frábært tækifæri til að kynnast nýsköpunarumhverfinu betur og jafnframt tækifæri til að þróa eigin vöru í kjölfar MAKEathon. 

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.

Blóðþyrst kona vill barnakjöt
Líf og starf 27. nóvember 2025

Blóðþyrst kona vill barnakjöt

Grýlu er fyrst getið á miðöldum en sú Grýla sem við þekkjum stingur upp sínum lú...