Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir, horpugull@gmail.com

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt
PRJÓNAR: Sokkaprjónar nr. 4 mm. og 4,5 mm. PRJÓNAFESTA: 10 cm. = 17 lykkjur
STÆRÐ: M

VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjað upp 32 lykkjur á prjóna nr. 4.
Lykkjunum skipt jafnt á 4 prjóna og prjónað í hring stroff;
1 slétt, 1 brugðið (eða 2 slétt, 2 brugðið) alls 15 umf.
Skipt yfir á prjóna nr.4,5 og aukið út um 4 lykkjur,
þá eru 9 lykkjur á hverjum prjóni (36 l.). Prjónað slétt 5 cm. Þá eru 6 síðustu lykkjurnar á prjóni tvö prjónaðar með aukabandi fyrir þumal. Lykkjurnar settar aftur á prjóninn
og prjónað áfram 12 cm. eftir þumal og að úrtöku.

ÚRTAKA:
1. prjónn: Prjónað fyrstu lykkjuna slétt, næsta tekin af óprjónuð yfir á hægri prjóninn,
prjónað næstu lykkju slétt, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir þá lykkju, prjónað prjón á enda.
2. prjónn: Prjónað þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónað 2 lykkjur saman sem eina,
prjónað síðustu lykkjuna slétt.
3. prjónn: prjónað eins og 1. prjónn.
4. prjónn: prjónað eins og 2. prjónn.

Prjónað 1 umferð án úrtöku. Síðan tekið úr og úrtakan endurtekin í hverri umferð þar til eftir eru 2 lykkjur
á hverjum prjóni; 8 lykkjur alls.

Slitið frá og endinn dreginn í gegnum lykkjurnar.

ÞUMALL:
Aukaband fyrir þumal tekið úr og aukið út í hvorri vik svo að lykkjurnar séu 14 samtals.

Lykkjunum skipt niður á þrjá prjóna nr. 4,5
og prjónaðar 15 umf., tekið úr eins og á vettling.

HÆGRI VETTLINGUR:

Prjónaður eins og sá vinstri en nú eru lykkjur fyrir þumal 6 fyrstu lykkjurnar á prjóni þrjú.

FRÁGANGUR:

Gengið frá endum og vettlingar handþvegnir með volgu og mildu sápuvatni.

Skylt efni: vettlingar

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...