Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Smásjal heklað úr DROPS Air
Mynd / Aðsend
Hannyrðahornið 12. nóvember 2023

Smásjal heklað úr DROPS Air

Höfundur: Handverkskúnst

DROPS mynstur: ai-448
Stærð: ca 13-14 cm á hæð mælt meðfram miðju og ca 80 cm á breidd mælt meðfram efri hlið.
Garn: DROPS Air, fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is
Litur á mynd: mosagrænn nr 12.
Heklunál: 5mm
Heklfesta: 14 stuðlar = 10 cm
Heklleiðbeiningar: Allar umferðir byrja með 3 loftlykkjum sem koma í stað fyrsta stuðuls í hverri umferð. Í lok næstu umferðar er heklað um þessar 3 loftlykkjur.

Úrtaka: Heklið 1 stuðul í næsta stuðul, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (2 lykkjur á heklunálinni), heklið 1 tvíbrugðinn stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (3 lykkjur á heklunálinni). Bregðið þræðinum 1 sinni um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjurnar á heklunálinni. Það hefur fækkað um 1 lykkju.

Uppskriftin: Sjalið er heklað frá hlið.
1. umf (ranga): Heklið 4 loftlykkjur, heklið 2 stuðla í fyrstu loftlykkju. Það eru 3 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu.
2. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í næsta stuðul og heklið 2 stuðla um 3 loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 4 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu.
3. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu.
4. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvorn af næstu 2 stuðlum og heklið 2 stuðla um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það eru 5 stuðlar í umferð. Snúið stykkinu.
5. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern af næstu 3 stuðlum og heklið 1 stuðul um loftlykkjur frá fyrri umferð. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu.
6. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 2 stuðla um loftlykkjur. Það hefur aukist um 1 stuðul. Snúið stykkinu.
7. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð og heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Það er engin lykkja aukin út í umferðinni. Snúið stykkinu. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!

Haldið áfram að hekla eins og í 6. og 7. umferð þar til 19 stuðlar eru í umferð og síðasta umferð er hekluð frá röngu, stykkið mælist ca 13-14 cm mælt á breiddina og ca 38 cm á lengdina.
Nú er heklað fram og til baka án þess að auka út þannig:
8. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu.
Endurtakið 8. umferð frá réttu og frá röngu alls 4 sinnum (ca 3½ cm án útaukningar), næsta umferð er frá réttu.

Nú er heklað og lykkjum fækkað þannig:
9. umf (rétta): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul þar til 1 stuðull er eftir og 3 loftlykkjur frá fyrri umferð – lesið ÚRTAKA og fækkið um 1 lykkju. Snúið stykkinu.
10. umf (ranga): Heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hvern stuðul fram að loftlykkjum frá fyrri umferð, heklið 1 stuðul um loftlykkjur. Snúið stykkinu. Endurtakið 9. og 10. umferð þar til 3 stuðlar eru í umferð. Stykkið mælist ca 80 cm. Klippið þráðinn og gangið frá endum.

Heklkveðja
Stelpurnar í Handverkskúnst - www.garn.is

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara