Elmar
Nafn: Elmar Bachmann Styrmisson.
Aldur: 7 ára að verða 8 á þessu ári.
Stjörnumerki: Meyja.
Búseta: Reykhólar/Króksfjarðarnes.
Skemmtilegast í skólanum: Fara í ferðir með skólanum.
Áhugamál: Mér finnst mjög gaman að hoppa á trampolíni, hjóla með vinum mínum og fara á hestbak.
Tómstundaiðkun: Hestar.
Uppáhaldsdýrið: Uppáhaldsdýrið mitt eru kindur.
Uppáhaldsmatur: Það er pitsa.
Uppáhaldslag: Róa með VÆB.
Uppáhaldslitur: Ljósblár.
Uppáhaldsmynd: Dalmatíuhundarnir.
Fyrsta minningin: Þegar fólk talaði öðruvísi en ég, og þá hugsaði ég, af hverju eru þau að tala svona skringilega?
Hvað ertu ánægð/ánægður með í fari þínu: Ég er ánægður að ég á marga vini.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Skemmtilegasta sem ég hef gert er að smala kindum.
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Þá langar mig að verða bóndi þegar ég verð stór.