Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Helga Björg og Guðjón heitinn með börnin, Helga Björn, Stefán Orra og Heiðdísi Rún.
Helga Björg og Guðjón heitinn með börnin, Helga Björn, Stefán Orra og Heiðdísi Rún.
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan gætur á því að andleg og líkamleg heilsa sé í forgrunni, enda eitt hið mikilvægasta í bústarfinu. Á Instagram-reikningi Bændablaðsins geta lesendur fylgst með störfum kúabóndans Helgu Bjargar Helgadóttur.

Á Syðri-Hömrum 3 var áður rekið félagsbú, en því var skipt upp árið 2013 og tóku Helga Björg Helgadóttir og Guðjón Björnsson við hluta foreldra Guðjóns, Vigdísar og Björns. Fjósið var básafjós en þar var mjólkað á básum til ársins 2018 þegar fjósinu var breytt í lausagöngu og Lely A3-mjaltaþjónn var settur í staðinn fyrir gamla rörmjaltakerfið. Vélaskemmu var síðan breytt í aðstöðu fyrir kvígur í uppeldi. Á Syðri- Hömrum 3 er mesta áherslan höfð á mjólkurframleiðslu en öllu nautaeldi var hætt í kringum 2022 fyrir utan þarfanautin í kvígurnar. Einnig eru nokkrar kindur og hross á bænum til skemmtunar. Árið 2023 lést Guðjón í vinnuslysi á bænum, en Helga og börnin hafa haldið rekstrinum áfram með sama sniði.

Hvenær hófu ábúendur búskap og hvers vegna? Við hófum búskap í janúar 2013 þegar tengdaforeldrar Helgu hættu en það hafði alltaf verið draumur Guðjóns að taka við búinu.

Býli, gerð bús, staðsetning og stærð jarðar? Syðri-Hamrar 3 er í Ásahreppi en jörðin er 174 hektarar og þar er stundaður kúabúskapur.

Ábúendur, fjölskyldustærð (og gæludýr)? Helga Björg Helgadóttir, Helgi Björn, 12 ára, Stefán Orri, 10 ára og Heiðdís Rún, 3 ára. Íslensku fjárhundarnir Hekla og Spori og kettirnir Brandur og Stúfa.

Fjöldi búfjár? Í kringum 100 nautgripir, þar af 45 mjólkurkýr, 20 kindur, 15 hænur og nokkur hross (líklega fleiri en þau ættu að vera).
Hvers vegna velur þú þessa búgrein? Þegar tveir kýrhausar komu saman kom ekki annað til greina en kýr en við vorum bæði alin upp á kúabúi og höfðum mikinn áhuga á kúm og mjólkurframleiðslu. Það var líka sú búgrein sem við þekktum best.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það sem er nánast alltaf eins er að dagurinn byrjar á að fara í fjósið þar sem skepnum er gefið, fjósið þrifið og kýrnar sem fara ekki sjálfar í róbót eru mjólkaðar og svo endar dagurinn á því sama. Þess á milli er svo verið að sinna ýmsum verkum sem eru mismunandi eftir árstíma.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er ræktunarstarfið, að para saman og sjá síðan hvernig gripirnir koma út er alltaf spennandi. Síðan verða flest verk skemmtileg úti á góðum sumardegi. Leiðinlegast eru skepnur sem haldast ekki í girðingum, svo er júgurbólga alveg ofboðslega leiðinleg í róbótafjósi.

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi? Það jákvæða er að fá að vinna í kringum skepnurnar og náttúruna og að fá að ala börnin sín upp í þessu umhverfi eru mikil lífsgæði.

Hverjar eru áskoranirnar? Fjárhagslega hliðin er náttúrlega viss áskorun en það sem mér finnst vera ofarlega á lista er heilsa bænda, andleg og líkamleg. Það getur verið erfitt að finna tíma til að hugsa um sjálfan sig og heilsuna sem er ofboðslega mikilvægt í þessu starfi. Sérstaklega þar sem bændur mega helst ekki verða veikir þar sem það er engin afleysingaþjónusta í boði til að sjá um skepnurnar á meðan.

Hvernig væri hægt að gera búskapinn þinn hagkvæmari? Það sem skiptir miklu máli er að reyna að fá sem mestar afurðir á hvern grip, það er helsta markmiðið þar sem fjósið er lítið og tekur fáa gripi.

Hvernig sérð þú landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Bændum er alltaf að fækka og það virðist ekkert vera að breytast, því miður. Það þarf að gera breytingar til að snúa þessari þróun við því við viljum sjá blómlegar sveitir um allt land.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er líklega þegar róbótinn byrjaði að mjólka. Það var góður dagur

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...