Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hunkubakkar.
Hunkubakkar.
Mynd / HKr
Fréttir 18. mars 2021

Yfir hundrað milljónir til umhverfisverkefna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árlega veitir umhverfis- og auðlindaráðuneytið styrki til umhverfisverkefna og reksturs félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum á grundvelli umsókna.

Á heimasíðu ráðuneytisins segir að í ár hafi 42 verkefni hlotið styrk og að heildarupphæð styrkjanna nemi tæplega 52,5 milljónum króna. Þar af eru þrír styrkir veittir til tveggja ára. Að auki koma til greiðslu á árinu 12,5 milljónir króna vegna verkefna sem veitt voru til 2 til 3 ára á árinu 2020.

Þá hefur ráðuneytið úthlutað 49 milljónum króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka.
Alls bárust ráðuneytinu 57 umsóknir um verkefnastyrki og var heildarupphæð umsókna 136,7 milljónir króna, þar af tæplega 115 milljónir fyrir árið 2021. Verkefnin sem hljóta styrki að þessu sinni ná yfir fjölbreytt svið loftslagsverkefna, hringrásarhagkerfis, náttúruverndar, landupplýsinga, veiðistjórnunar, skógræktar og plastmengunar svo dæmi séu tekin.

Meðal þeirra verkefna sem nú hljóta styrki eru nýting seyru frá fjallaskálum til uppgræðslu og nýting glatvarma til matvælaframleiðslu. Eins voru veittir styrkir vegna vitundarvakningar um hringrásarhagkerfið, fatasóun og baráttuna gegn plastmengun, sem og verkefni sem snúa að fuglalífi, votlendi, landgræðslu og landbótum. Þá má einnig nefna náttúrukort, kvikmyndasýningu, stafræna kortlagningu skógræktar, sem og ráðstefnur, málþing og fundi um ólík umhverfismál, sem og umhverfisfræðslu í ýmsu formi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra segir í tilkynningu vegna úthlutunar styrkjanna „að frjáls félagasamtök og einstaklingar inna af hendi afskaplega mikilvægt starf í umhverfismálum og náttúruvernd. Það er gríðarlega mikilvægt að geta stutt við verkefni innan þessara geira, sem ella myndu ef til vill ekki ná fram að ganga. Við höfum aukið umtalsvert við styrkfjárhæðina undanfarin ár. Bæði í ár og í fyrra lögðum við sérstaka áherslu á að styrkja verkefni sem tengjast loftslagsmálum og hringrásarhagkerfi, en hvort tveggja hefur verið áherslumál hjá mér í minni ráðherratíð.“

Þá hefur ráðherra úthlutað styrkjum til reksturs 25 félagasamtaka sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár námu styrkirnir 49 milljónum króna og er það aukning sem nemur um 10 milljónum króna frá fyrra ári.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...