Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Mynd / Votlendissjóður
Fréttir 20. september 2022

Votlendissjóður tilnefndur til umhverfisverðlauna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Votlendissjóður hefur verið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Sex verkefni voru tilnefnd á dögunum sem leggja allar út frá náttúrumiðuðum lausnum sem alhliðasvar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins.

Votlendissjóður er sjálfseignarstofnun sem rekin er á framlögum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hlutverk hans er að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun koltvísýringsígilda, efla líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og bæta vatnsbúskap í veiðiám. Samkvæmt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra voru 59 hektarar votlendis endurheimtir árið 2021 fyrir tilstuðlan Votlendissjóðs og 131 hektari það sem af er árinu 2022.

Aðrir tilnefndir til umhverfis- verðlauna Norðurlandaráðs er verkefni um víðtæka gróðursetningu marhálms í Vejle-firði í Danmörku, sjálfboðaliðasamtökin Virho rf sem staðið hafa fyrir endurheimt ótal áa og lækja í Finnlandi, grænlenska tískumerkið Louise Lynge sem vekur athygli á loftslagsbreytingum með hönnun „zero waste“ fatnaði, votlendið Kristiansstads vattenrike, sem er elsta UNESCO-lífhvolf Svíþjóðar og sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum sem skapað hefur votlendisgarð í nágrenni bæjarins sem nýtist sem afþreyinga- og fræðslusvæði.

Tilkynnt verður um vinningshafa þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300.000 danskar krónur.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...