Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Mynd / Votlendissjóður
Fréttir 20. september 2022

Votlendissjóður tilnefndur til umhverfisverðlauna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Votlendissjóður hefur verið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Sex verkefni voru tilnefnd á dögunum sem leggja allar út frá náttúrumiðuðum lausnum sem alhliðasvar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins.

Votlendissjóður er sjálfseignarstofnun sem rekin er á framlögum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hlutverk hans er að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun koltvísýringsígilda, efla líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og bæta vatnsbúskap í veiðiám. Samkvæmt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra voru 59 hektarar votlendis endurheimtir árið 2021 fyrir tilstuðlan Votlendissjóðs og 131 hektari það sem af er árinu 2022.

Aðrir tilnefndir til umhverfis- verðlauna Norðurlandaráðs er verkefni um víðtæka gróðursetningu marhálms í Vejle-firði í Danmörku, sjálfboðaliðasamtökin Virho rf sem staðið hafa fyrir endurheimt ótal áa og lækja í Finnlandi, grænlenska tískumerkið Louise Lynge sem vekur athygli á loftslagsbreytingum með hönnun „zero waste“ fatnaði, votlendið Kristiansstads vattenrike, sem er elsta UNESCO-lífhvolf Svíþjóðar og sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum sem skapað hefur votlendisgarð í nágrenni bæjarins sem nýtist sem afþreyinga- og fræðslusvæði.

Tilkynnt verður um vinningshafa þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300.000 danskar krónur.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...